Rússnesk rúlletta á BMW M1 Coupe Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:56 Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent