Bretar setja met í eyðslu auglýsingafjár fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Mikið hefur verið auglýst í Bretlandi að undanförnu, einkum í sjónvarpi. Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira