BMW i5 verður jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 09:17 BMW i3 er öllu minni bíll en i5 jepplingurinn sem BMW nú þróar. BMW er nú þegar með í boði rafmagnsbílinn i3 og tvinnbílinn i8 og hyggur á enn meiri landvinninga með rafmagnsbíla. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að BMW sé að þróa næsta bíl sinn í þessum flokki sem fengi stafina i5, en ekki hefur ljóst verið hvernig bíll það verður. Nú heyrast þær raddir að hann verði jepplingur og kemur það ef til vill ekki á óvart þegar heimsbyggðin virðist öskra á jepplinga. Ennfremur myndi BMW tefla fram slíkum jepplingi gegn tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbílnum, sem og nýtilkomnum Tesla Model X. Ekki er mikið vitað um tilvonandi BMW i5, en þó þykir ljóst að yfirbygging hans verði úr koltrefjum og að drifrás hans verði eingöngu knúin rafmagni. Hann á að hafa drægni yfir 320 kílómetra og á að skarta sjálfakandi tækni. Engar upplýsingar eru um hvenær þessi bíll kemur á markað, en búist er við því að það verði eftir meira en eitt ár. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent
BMW er nú þegar með í boði rafmagnsbílinn i3 og tvinnbílinn i8 og hyggur á enn meiri landvinninga með rafmagnsbíla. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að BMW sé að þróa næsta bíl sinn í þessum flokki sem fengi stafina i5, en ekki hefur ljóst verið hvernig bíll það verður. Nú heyrast þær raddir að hann verði jepplingur og kemur það ef til vill ekki á óvart þegar heimsbyggðin virðist öskra á jepplinga. Ennfremur myndi BMW tefla fram slíkum jepplingi gegn tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbílnum, sem og nýtilkomnum Tesla Model X. Ekki er mikið vitað um tilvonandi BMW i5, en þó þykir ljóst að yfirbygging hans verði úr koltrefjum og að drifrás hans verði eingöngu knúin rafmagni. Hann á að hafa drægni yfir 320 kílómetra og á að skarta sjálfakandi tækni. Engar upplýsingar eru um hvenær þessi bíll kemur á markað, en búist er við því að það verði eftir meira en eitt ár.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent