Subaru bílar með hæstu mögulegu einkunn IIHS Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 12:06 Subaru Outback. Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) hefur veitt Subaru hæstu mögulega einkunn fyrir framúrskarandi öryggi í Subaru Legacy, Outback, Forester, Impreza, Crosstrek og WRX sem seldir eru á markaði Norður-Ameríku. Bílarnir eru búnir nýja forvarnarkerfinu EyeSight sem Subaru þróaði fyrir bíla sína. Allar bílgerðirnar fengu einkunnina „2016 TOP SAFETY PICK+(TSP+)“. Að auki fengu bílarnir hæstu einkunn (Good) í fimm mismunandi árekstrarprófum og síðan hæstu einkunn (Superior) fyrir frábæra vörn í framanákeyrslu. Forvarnarkerfið EyeSight sem Subaru þróaði er hið fyrsta sinnar tegundar í bílum og er margverðlaunað um allan heim vegna eiginleika sinna og mikils forvarnargildis. Kerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu bílsins sem kann að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir líka greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum og skynjar að auki hemlaljós og fleira. Subaru vann að þróun kerfisins í 20 ár áður en það var sett á alþjóðamarkað í bílum fyrirtækisins sl. vor. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) hefur veitt Subaru hæstu mögulega einkunn fyrir framúrskarandi öryggi í Subaru Legacy, Outback, Forester, Impreza, Crosstrek og WRX sem seldir eru á markaði Norður-Ameríku. Bílarnir eru búnir nýja forvarnarkerfinu EyeSight sem Subaru þróaði fyrir bíla sína. Allar bílgerðirnar fengu einkunnina „2016 TOP SAFETY PICK+(TSP+)“. Að auki fengu bílarnir hæstu einkunn (Good) í fimm mismunandi árekstrarprófum og síðan hæstu einkunn (Superior) fyrir frábæra vörn í framanákeyrslu. Forvarnarkerfið EyeSight sem Subaru þróaði er hið fyrsta sinnar tegundar í bílum og er margverðlaunað um allan heim vegna eiginleika sinna og mikils forvarnargildis. Kerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu bílsins sem kann að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir líka greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum og skynjar að auki hemlaljós og fleira. Subaru vann að þróun kerfisins í 20 ár áður en það var sett á alþjóðamarkað í bílum fyrirtækisins sl. vor.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent