Porsche Boxster og Cayman fá stafina 718 Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 13:56 Porsche Cayman GT4. Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent