Evrópskir og japanskir bílar öruggari en bandarískir Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 14:53 Öryggisprófun á vegum IIHS. IIHS Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent