Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 34-28 | Fyrsti heimasigur Eyjamanna í níu vikur Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 11. desember 2015 20:00 Einar Sverrisson, leikmaður ÍBV. vísir/pjetur Eyjamenn unnu Víkinga með 34 mörkum gegn 28 í Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er einungis annar sigur Eyjamanna í síðustu tíu leikjum, í öllum keppnum. Tveir fyrrum Eyjamenn voru í liði Víkinga sem lenti á eyjunni í dag, þeir Arnar Gauti Grettisson og Einar Gauti Ólafsson. Sá fyrrnefndi átti mjög góðan leik í dag en hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni. Arnar er í láni frá Eyjamönnum og skoraði fjögur mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom aftur inn í lið ÍBV eftir fjarveru í síðasta leik. Það munaði heldur betur um hann en kauði gerði fjögur mörk í dag. Víkingar leiddu leikinn á upphafsmínútunum en liðið sem byrjaði leikinn hjá ÍBV var mjög breytt því sem byrjar venjulega. Tveir rétthentir hornamenn, Nökkvi Dan Elliðason, Dagur Arnarsson og Brynjar Karl Óskarsson byrjuðu fyrir utan en Kári Kristján Kristjánsson var að vanda á línunni. Eftir sautján mínútna leik var staðan jöfn 8-8 en þá höfðu Eyjamenn ekki fengið eina vörslu, Magnús Erlendsson hafði þá varið sjö skot í marki gestanna en honum var skipt útaf stuttu seinna, mjög skrýtið. Þarna byrjuðu Eyjamenn að gefa í, staðan var 11-10 eftir tuttugu mínútna leik en þá komu sex mörk í röð frá ÍBV. Staðan í hálfleik var síðan 18-12 en þá var leiknum í raun og veru lokið. Brynjar Karl Óskarsson, leikmaður ÍBV, skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en hann þurfti að fara af velli eftir það. Hann hafði leikið mjög vel varnarlega í dag, sem og gegn Akureyri á miðvikudag. Vonandi fyrir hann og ÍBV að þessi meiðsli reynist ekki alvarleg. Eyjamenn gengu á lagið og komust níu mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks, þá virtust Víkingar átta sig á því að það væri verið að bursta þá. Þeir skoruðu fjögur næstu mörk og virtust ætla að gera þetta að leik. Leikmenn ÍBV voru þó ekki á því að hleypa gestunum neitt mikið nær sér, lokatölur urðu 34-28 en Eyjamenn því aftur komnir á sigurbraut eftir dapra frammistöðu undanfarið. Kári Kristján Kristjánsson átti stórgóðan leik hjá ÍBV en hann gerði sjö mörk úr níu skotum. Þá var Nökkvi Dan Elliðason, sonur bæjarstjórans hérna í Eyjum í miklu stuði en hann gerði fimm mörk úr fimm skotum.Sigurður Bragason: Teddi er besti maðurinn á Íslandi „Ég er mjög sáttur, það er ekki sjálfgefið og hvað þá eins og þetta er búið að vera hjá okkur undanfarið,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir kærkominn sigur gegn Víkingum í Eyjum. „Við byrjuðum öðruvísi, prófuðum nýja menn. Við hleyptum aðeins ungliðunum þarna inn og þeir skiluðu sínu verki frábærlega,“ sagði Sigurður en byrjunarlið ÍBV var heldur frábrugðið því sem hefur verið á tímabilinu. Skyttur liðsins þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson byrjuðu t.a.m. á bekknum. „Þeir komu með ferskan blæ og greddu inn í þetta og ég held að það hafi verið eitt af atriðunum.“ Staðan var 11-10 á tímapunkti í fyrri hálfleik en þá gáfu Eyjamenn í og settu sex mörk í röð. „Víkingar eru að spá í sínu sæti og eru með hörkuspilara, auðvitað var þetta erfitt í byrjun en við náðum að stinga þá af síðan, sem var fínt.“ „Við gerðum breytingu eftir eitt leikhlé, þá kemur fát á okkar leik, við fáum á okkur þrjú eða fjögur mörk í röð. Reyndar settu þeir Arnar Gauta Grettisson inn á sem að breytti leiknum fyrir þá. Við réðum illa við hann,“ sagði Sigurður en Arnar er eins og áður segir í láni frá Eyjamönnum. Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur inn í lið ÍBV eftir ákveðna fjarveru, það getur ekki verið slæmt. „Ég sagði það líka eftir FH-leikinn, þetta er að koma hjá honum. Ég hef sagt það og það vita það allir að hann er besti maðurinn á Íslandi, við verðum að hafa alla leikmennina. Mér finnst Teddi ekkert svo góður en það er mikilvægt að hafa hann, líka í hópnum, hann er skemmtilegur,“ sagði Sigurður skælbrosandi að lokum. Ágúst Jóhannsson: Þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu „Mér fannst við spila vel stóran kafla leiksins fyrir utan svona 12 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sex marka tap gegn ÍBV. „Þar gerðum við okkur seka um of mikið af tæknimistökum sem þýddi hraðaupphlaup í bakið og þeir náðu forystu. Sóknarlega vorum við góður.“ „Við erum með fínt lið og fórum illa með mikið af marktækifærum. Lykilmenn hjá okkur því miður ekki að ná sér á strik í dag. Þeir fóru með aragrúa af færum.“ „Varnarleikurinn var ekki nógu góður, hvort sem við spiluðum 3-2-1 eða 6-0 þá vorum við ekki að ná að brjóta eða stoppa flæðið í þeirra sóknarleik, það er dýrt á móti ÍBV.“ Hverju þurfa Víkingar að breyta til að eiga séns í svona lið? „Við þurfum að spila betri varnarleik, við skorum 28 mörk og það ætti nú að duga okkur til sigurs í flestum leikjum. Varnarleikurinn hefur verið upp til hópa góður hjá okkur en við þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu í næsta leik sem er á móti Val og þá náum við vonandi að innbyrða sigur í síðasta leiknum fyrir pásuna.“ Víkingar eru með sex stig á botni deildarinnar, eru þeir of langt frá liðunum fyrir ofan? „Eru þetta ekki einhverj fjögur eða fimm stig. Það væri gott að fá sigur í síðasta leiknum, en þetta er langt frá því að vera búið. Auðvitað þurfum við að spila heilsteyptari leiki og allir þurfa að ná sér á strik, það er markmiðið fyrir næsta leik.“ Aðspurður hvort að Víkingar munu styrkja hópinn fyrir þriðju umferðina segir Ágúst að þeir muni ekki gera það. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Eyjamenn unnu Víkinga með 34 mörkum gegn 28 í Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er einungis annar sigur Eyjamanna í síðustu tíu leikjum, í öllum keppnum. Tveir fyrrum Eyjamenn voru í liði Víkinga sem lenti á eyjunni í dag, þeir Arnar Gauti Grettisson og Einar Gauti Ólafsson. Sá fyrrnefndi átti mjög góðan leik í dag en hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni. Arnar er í láni frá Eyjamönnum og skoraði fjögur mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom aftur inn í lið ÍBV eftir fjarveru í síðasta leik. Það munaði heldur betur um hann en kauði gerði fjögur mörk í dag. Víkingar leiddu leikinn á upphafsmínútunum en liðið sem byrjaði leikinn hjá ÍBV var mjög breytt því sem byrjar venjulega. Tveir rétthentir hornamenn, Nökkvi Dan Elliðason, Dagur Arnarsson og Brynjar Karl Óskarsson byrjuðu fyrir utan en Kári Kristján Kristjánsson var að vanda á línunni. Eftir sautján mínútna leik var staðan jöfn 8-8 en þá höfðu Eyjamenn ekki fengið eina vörslu, Magnús Erlendsson hafði þá varið sjö skot í marki gestanna en honum var skipt útaf stuttu seinna, mjög skrýtið. Þarna byrjuðu Eyjamenn að gefa í, staðan var 11-10 eftir tuttugu mínútna leik en þá komu sex mörk í röð frá ÍBV. Staðan í hálfleik var síðan 18-12 en þá var leiknum í raun og veru lokið. Brynjar Karl Óskarsson, leikmaður ÍBV, skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en hann þurfti að fara af velli eftir það. Hann hafði leikið mjög vel varnarlega í dag, sem og gegn Akureyri á miðvikudag. Vonandi fyrir hann og ÍBV að þessi meiðsli reynist ekki alvarleg. Eyjamenn gengu á lagið og komust níu mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks, þá virtust Víkingar átta sig á því að það væri verið að bursta þá. Þeir skoruðu fjögur næstu mörk og virtust ætla að gera þetta að leik. Leikmenn ÍBV voru þó ekki á því að hleypa gestunum neitt mikið nær sér, lokatölur urðu 34-28 en Eyjamenn því aftur komnir á sigurbraut eftir dapra frammistöðu undanfarið. Kári Kristján Kristjánsson átti stórgóðan leik hjá ÍBV en hann gerði sjö mörk úr níu skotum. Þá var Nökkvi Dan Elliðason, sonur bæjarstjórans hérna í Eyjum í miklu stuði en hann gerði fimm mörk úr fimm skotum.Sigurður Bragason: Teddi er besti maðurinn á Íslandi „Ég er mjög sáttur, það er ekki sjálfgefið og hvað þá eins og þetta er búið að vera hjá okkur undanfarið,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir kærkominn sigur gegn Víkingum í Eyjum. „Við byrjuðum öðruvísi, prófuðum nýja menn. Við hleyptum aðeins ungliðunum þarna inn og þeir skiluðu sínu verki frábærlega,“ sagði Sigurður en byrjunarlið ÍBV var heldur frábrugðið því sem hefur verið á tímabilinu. Skyttur liðsins þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson byrjuðu t.a.m. á bekknum. „Þeir komu með ferskan blæ og greddu inn í þetta og ég held að það hafi verið eitt af atriðunum.“ Staðan var 11-10 á tímapunkti í fyrri hálfleik en þá gáfu Eyjamenn í og settu sex mörk í röð. „Víkingar eru að spá í sínu sæti og eru með hörkuspilara, auðvitað var þetta erfitt í byrjun en við náðum að stinga þá af síðan, sem var fínt.“ „Við gerðum breytingu eftir eitt leikhlé, þá kemur fát á okkar leik, við fáum á okkur þrjú eða fjögur mörk í röð. Reyndar settu þeir Arnar Gauta Grettisson inn á sem að breytti leiknum fyrir þá. Við réðum illa við hann,“ sagði Sigurður en Arnar er eins og áður segir í láni frá Eyjamönnum. Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur inn í lið ÍBV eftir ákveðna fjarveru, það getur ekki verið slæmt. „Ég sagði það líka eftir FH-leikinn, þetta er að koma hjá honum. Ég hef sagt það og það vita það allir að hann er besti maðurinn á Íslandi, við verðum að hafa alla leikmennina. Mér finnst Teddi ekkert svo góður en það er mikilvægt að hafa hann, líka í hópnum, hann er skemmtilegur,“ sagði Sigurður skælbrosandi að lokum. Ágúst Jóhannsson: Þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu „Mér fannst við spila vel stóran kafla leiksins fyrir utan svona 12 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sex marka tap gegn ÍBV. „Þar gerðum við okkur seka um of mikið af tæknimistökum sem þýddi hraðaupphlaup í bakið og þeir náðu forystu. Sóknarlega vorum við góður.“ „Við erum með fínt lið og fórum illa með mikið af marktækifærum. Lykilmenn hjá okkur því miður ekki að ná sér á strik í dag. Þeir fóru með aragrúa af færum.“ „Varnarleikurinn var ekki nógu góður, hvort sem við spiluðum 3-2-1 eða 6-0 þá vorum við ekki að ná að brjóta eða stoppa flæðið í þeirra sóknarleik, það er dýrt á móti ÍBV.“ Hverju þurfa Víkingar að breyta til að eiga séns í svona lið? „Við þurfum að spila betri varnarleik, við skorum 28 mörk og það ætti nú að duga okkur til sigurs í flestum leikjum. Varnarleikurinn hefur verið upp til hópa góður hjá okkur en við þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu í næsta leik sem er á móti Val og þá náum við vonandi að innbyrða sigur í síðasta leiknum fyrir pásuna.“ Víkingar eru með sex stig á botni deildarinnar, eru þeir of langt frá liðunum fyrir ofan? „Eru þetta ekki einhverj fjögur eða fimm stig. Það væri gott að fá sigur í síðasta leiknum, en þetta er langt frá því að vera búið. Auðvitað þurfum við að spila heilsteyptari leiki og allir þurfa að ná sér á strik, það er markmiðið fyrir næsta leik.“ Aðspurður hvort að Víkingar munu styrkja hópinn fyrir þriðju umferðina segir Ágúst að þeir muni ekki gera það.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira