Takmarkast kynfræðsla við unglinga? Sigga Dögg Arnardóttir og kynfræðingur skrifa 15. desember 2015 14:00 visir/getty Ég sinni kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég er sjálfstætt starfandi og er það undir hverjum og einum skóla að panta fræðslu hjá mér. Í hverjum skóla er kynfræðslu misjafnlega háttað og henni gert mishátt undir höfði, allt eftir því hver treystir sér í hana og hvaða efni á að kenna. Nánast undantekningarlaust flytur skólahjúkrunarfræðingur kynþroska fræðslu til nemenda í 6.bekk og svo kynsjúkdóma og getnaðarvarnafræðslu í 9.bekk. Hjá sumum skólum er svo meiri og víðari fræðsla og í öðrum ekki. Það greinir engann á um að það sé mikilvægt að unglingar fái kynfræðslu, það er sannleikur sem við flestöll samþykkjum. Þá erum við líka sammála um að unglingar þurfi að hafa gott aðgengi að smokknum og er mikilvægt að hvetja þau til að nota hann. Þegar tölfræðin er skoðuð þá eru það einmitt unglingar sem eru duglegir að nota smokkinn, það er svo eftir því sem einstaklingar eldast sem þetta verður að vandamáli; tíðni kynsjúkdóma hækkar, fjöldi bólfélaga eykst sem og áfengisneysla og "áhættumeiri" kynhegðun, og það dregur úr smokkanotkun. Vandmál fullorðna fólksins Ég furða mig stundum á því að kynfræðsla eigi að vera einn tími í unglingadeild grunnskólans. Eins og það þurfi bara að segja manni einn hlut einu sinni og þá, þvert á öll skilaboð samfélagsins, þá breyti maður hegðun sinni og þetta er þá bara komið, allt klappað og klárt. Margir eru sammála um að stemma þurfi stigu við boðskap kláms við unga mótandi heila sem leita sér upplýsinga um kynlíf og það þurfi að gera með fræðslu. Því gæti ég ekki verið meira sammála. Umræðan um kynlíf frá jafnréttissjónarmiði leggur mikilvægann grunn fyrir framtíðarnánd. Það eru hins vegar ekki endilega unglingarnir sem eru stóra vandamálið, heldur erum það við, ég og þú, hin fullorðnu sem sendum misvísandi skilaboð. Við notum ekki smokkinn, sækjumst ekki eftir samþykki, dettum í það og ríðum, og leitum í klám til að krydda kynlífið. Það eru því hinir fullorðnu sem ég furða mig oft á. Þeirra hik við að ræða kynlíf við eigin börn og unglinga hlýtur að stafa af því að þau hafa ekki pælt í eigin kynhegðun og tekið slaginn. Staldrað við og spurt maka til fjölda ára "Er allt í lagi? Var þetta gott? Má ég halda áfram?" Eða jafnvel spurt "hvað finnst þér gott?" Hefur þú pælt í eigin viðhorfum? Fullorðið fólk á oft mjög erfitt með að ræða kynlíf inni í sínu eigin sambandi, hvað þá reyna að standa fyrir svörum hjá ómótuðum einstaklingum sem pota í allar þversagnirnar á hvernig maður eigi að vera og hvað eigi að gera. Eins og mamman sem rakar á sér kynfærahárin en segir dóttur sinni að skapahár séu eðlileg og þurfi ekki að fjarlægja? Eða karlir sem ætla sko ekki að vera "undir hælnum á tjellingunum" og láta segja sér fyrir verkum. Eða segjast geta sleppt því að ríða með smokk því "þú finnur hvort sem er ekkert fyrir því" Þú skilur hvað ég er að fara. Áður en þú fussar og sveiar yfir kynfræðslu unglinga nú til dags, staldraðu við og kannaðu eigin viðhorf, kannski er það raunverulega þig sem skortir fræðslu? Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég sinni kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég er sjálfstætt starfandi og er það undir hverjum og einum skóla að panta fræðslu hjá mér. Í hverjum skóla er kynfræðslu misjafnlega háttað og henni gert mishátt undir höfði, allt eftir því hver treystir sér í hana og hvaða efni á að kenna. Nánast undantekningarlaust flytur skólahjúkrunarfræðingur kynþroska fræðslu til nemenda í 6.bekk og svo kynsjúkdóma og getnaðarvarnafræðslu í 9.bekk. Hjá sumum skólum er svo meiri og víðari fræðsla og í öðrum ekki. Það greinir engann á um að það sé mikilvægt að unglingar fái kynfræðslu, það er sannleikur sem við flestöll samþykkjum. Þá erum við líka sammála um að unglingar þurfi að hafa gott aðgengi að smokknum og er mikilvægt að hvetja þau til að nota hann. Þegar tölfræðin er skoðuð þá eru það einmitt unglingar sem eru duglegir að nota smokkinn, það er svo eftir því sem einstaklingar eldast sem þetta verður að vandamáli; tíðni kynsjúkdóma hækkar, fjöldi bólfélaga eykst sem og áfengisneysla og "áhættumeiri" kynhegðun, og það dregur úr smokkanotkun. Vandmál fullorðna fólksins Ég furða mig stundum á því að kynfræðsla eigi að vera einn tími í unglingadeild grunnskólans. Eins og það þurfi bara að segja manni einn hlut einu sinni og þá, þvert á öll skilaboð samfélagsins, þá breyti maður hegðun sinni og þetta er þá bara komið, allt klappað og klárt. Margir eru sammála um að stemma þurfi stigu við boðskap kláms við unga mótandi heila sem leita sér upplýsinga um kynlíf og það þurfi að gera með fræðslu. Því gæti ég ekki verið meira sammála. Umræðan um kynlíf frá jafnréttissjónarmiði leggur mikilvægann grunn fyrir framtíðarnánd. Það eru hins vegar ekki endilega unglingarnir sem eru stóra vandamálið, heldur erum það við, ég og þú, hin fullorðnu sem sendum misvísandi skilaboð. Við notum ekki smokkinn, sækjumst ekki eftir samþykki, dettum í það og ríðum, og leitum í klám til að krydda kynlífið. Það eru því hinir fullorðnu sem ég furða mig oft á. Þeirra hik við að ræða kynlíf við eigin börn og unglinga hlýtur að stafa af því að þau hafa ekki pælt í eigin kynhegðun og tekið slaginn. Staldrað við og spurt maka til fjölda ára "Er allt í lagi? Var þetta gott? Má ég halda áfram?" Eða jafnvel spurt "hvað finnst þér gott?" Hefur þú pælt í eigin viðhorfum? Fullorðið fólk á oft mjög erfitt með að ræða kynlíf inni í sínu eigin sambandi, hvað þá reyna að standa fyrir svörum hjá ómótuðum einstaklingum sem pota í allar þversagnirnar á hvernig maður eigi að vera og hvað eigi að gera. Eins og mamman sem rakar á sér kynfærahárin en segir dóttur sinni að skapahár séu eðlileg og þurfi ekki að fjarlægja? Eða karlir sem ætla sko ekki að vera "undir hælnum á tjellingunum" og láta segja sér fyrir verkum. Eða segjast geta sleppt því að ríða með smokk því "þú finnur hvort sem er ekkert fyrir því" Þú skilur hvað ég er að fara. Áður en þú fussar og sveiar yfir kynfræðslu unglinga nú til dags, staldraðu við og kannaðu eigin viðhorf, kannski er það raunverulega þig sem skortir fræðslu?
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira