Mútaði löggu með BMW X6 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:22 BMW X6 jeppinn er eigulegur bíll. Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent