Tólf strokka Mercedes Benz AMG S65 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:59 Mercedes Benz AMG S65 Cabriolet Autoblog Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent