Afdrifarík stýrivaxtaákvörðun hjá seðlabanka Bandaríkjanna í dag Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:11 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnir um ákvörðun sína í dag. Vísir/EPA Talið er nokkuð öruggt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hækka stýrivexti í dag. Þetta mun vera fyrsta stýrivaxtahækkunin í níu ár. Fjárfestar hafa spáð í það allt árið 2015 hvort komið sé að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en þeir hafa haldist óbreyttir milli 0 og 0,25 prósent frá því í desember árið 2008. Vextir hafa hins vegar ekki verið hækkaðir síðan í júní 2006. Vegna bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum er talið líklegt að Yellen muni hækka þá í dag upp í 0,25 til 0,5 prósent. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, telur að allar líkur séu á að vextir hækki núna. „Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburðum. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægilega vel til að þola hækkun vaxta. Enda hafa vextir ekki verið svona lágir svona lengi áður,“ segir Tjörvi. Tjörvi telur að áhrifin geti orðið umtalsverð, sérstaklega ef vextir hækka í Bandaríkjunum en haldast óbreyttir í Evrópu. „Það getur haft áhrif, sérstaklega á þessi lönd í kringum nýmarkaðsríki sem hafa verið að taka verulega mikið af lánum í Bandaríkjadal.“Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Fréttablaðið/GVAGengi dollara hefur verið að styrkjast gagnvart vel flestum gjaldmiðlum í heiminum undanfarin misseri. Tjörvi telur að gengið komi til með að halda áfram að styrkjast með stýrivaxtahækkun. „Eftir því sem vextir í Bandaríkjunum fara hækkandi og meðan þeir haldast óbreyttir á evrusvæðinu þá er líklegra að gengi dollarsins muni þá frekar styrkjast gagnvart evru en hitt, þó erfitt sé að spá um gengi gjaldmiðla. Þessi þróun er að mörgu leyti ágæt fyrir sum þessara ríkja af því að útflutningur þeirra til Bandaríkjanna mun líklega aukast.“ Greiðslubyrði nýmarkaðsríkja, sem hafa frá árinu 2008 tekið lán og gefið út skuldabréf í Bandaríkjadölum fyrir 3.300 milljarða Bandaríkjadali, kemur hins vegar til með að hækka. „Menn hafa áhyggjur af því að nú séu fyrirtæki víða um heim búin að ganga aðeins of hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum í því að skuldsetja sig. Það gæti reynst sumum þeirra þungt og jafnvel ofviða að standa skil á greiðslum,“ segir Tjörvi. „Menn hafa líka sérstaklega áhyggjur af því að mörg þessara fyrirtækja eru í orkugeiranum, þar sem vöruverðið hefur verið að lækka gríðarlega, þannig að þau eru að fá það áfall á sig í leiðinni. Það er kannski stærsta spurningarmerkið hvernig þau muni standa af sér þetta umrót sem verður núna bæði á vöxtum og gengi gjaldmiðla og öðru.“ Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er nokkuð öruggt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni hækka stýrivexti í dag. Þetta mun vera fyrsta stýrivaxtahækkunin í níu ár. Fjárfestar hafa spáð í það allt árið 2015 hvort komið sé að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en þeir hafa haldist óbreyttir milli 0 og 0,25 prósent frá því í desember árið 2008. Vextir hafa hins vegar ekki verið hækkaðir síðan í júní 2006. Vegna bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum er talið líklegt að Yellen muni hækka þá í dag upp í 0,25 til 0,5 prósent. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, telur að allar líkur séu á að vextir hækki núna. „Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburðum. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægilega vel til að þola hækkun vaxta. Enda hafa vextir ekki verið svona lágir svona lengi áður,“ segir Tjörvi. Tjörvi telur að áhrifin geti orðið umtalsverð, sérstaklega ef vextir hækka í Bandaríkjunum en haldast óbreyttir í Evrópu. „Það getur haft áhrif, sérstaklega á þessi lönd í kringum nýmarkaðsríki sem hafa verið að taka verulega mikið af lánum í Bandaríkjadal.“Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Fréttablaðið/GVAGengi dollara hefur verið að styrkjast gagnvart vel flestum gjaldmiðlum í heiminum undanfarin misseri. Tjörvi telur að gengið komi til með að halda áfram að styrkjast með stýrivaxtahækkun. „Eftir því sem vextir í Bandaríkjunum fara hækkandi og meðan þeir haldast óbreyttir á evrusvæðinu þá er líklegra að gengi dollarsins muni þá frekar styrkjast gagnvart evru en hitt, þó erfitt sé að spá um gengi gjaldmiðla. Þessi þróun er að mörgu leyti ágæt fyrir sum þessara ríkja af því að útflutningur þeirra til Bandaríkjanna mun líklega aukast.“ Greiðslubyrði nýmarkaðsríkja, sem hafa frá árinu 2008 tekið lán og gefið út skuldabréf í Bandaríkjadölum fyrir 3.300 milljarða Bandaríkjadali, kemur hins vegar til með að hækka. „Menn hafa áhyggjur af því að nú séu fyrirtæki víða um heim búin að ganga aðeins of hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum í því að skuldsetja sig. Það gæti reynst sumum þeirra þungt og jafnvel ofviða að standa skil á greiðslum,“ segir Tjörvi. „Menn hafa líka sérstaklega áhyggjur af því að mörg þessara fyrirtækja eru í orkugeiranum, þar sem vöruverðið hefur verið að lækka gríðarlega, þannig að þau eru að fá það áfall á sig í leiðinni. Það er kannski stærsta spurningarmerkið hvernig þau muni standa af sér þetta umrót sem verður núna bæði á vöxtum og gengi gjaldmiðla og öðru.“
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira