Porsche Boxster og Cayman fá 2,0 og 2,5 lítra vélar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 10:20 Porsche 718 Boxster og Cayman sitthvoru megin við gamla 718 bílinn. worldcarfans Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Porsche hefur þegar tilkynnt að næsta kynslóð Boxster og Cayman muni fá 4 strokka vélar með forþjöppum í stað þeirra 6 strokka véla sem hafa verið í bílunum frá upphafi. Ekki var þó ljóst hversu stórar vélar um ræðir, þar til nú. Þær verða 2,0 lítra í hefðbundnum Boxter og Cayman og 2,5 lítra í Boxster S og Cayman S. Sú minni skilar 300 hestöflum og sú stærri 360 hestöflum og tog þeirra er 349 Nm og 400 Nm. Með þessari nýju kynslóð fá bílarnir nöfnin Porsche 718 Boxster og Porsche 718 Cayman. Þrátt fyrir að strokkunum fækki um tvo þá verður vélbúnaður bílanna þyngri með tilkomu forþjöppunnar. Nýir Boxster og Cayman verða 5,5 sekúndur í 100 km hraða og Boxster S og Cayman S verða 5,0 sekúndur. Eyðsla þeirra beggja verður um 1 lítra minni en forvera þeirra.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent