Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 15. desember 15. desember 2015 10:00 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða eru komin aftur. Þau ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag er 15. desember og því ekki nema 9 dagar til jóla. Hurðaskellir og Skjóða nota daginn til að jólaskreyta enn frekar hellinn sinn og föndra núna jólastjörnu til að hengja í gluggann. Það eina sem þú þarft eru þrjú blöð af venjulegum pappír, skæri, reglustiku, blýant og strokleður.Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna. Jólafréttir Mest lesið Svona á að pakka fallega Jólin Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Innri friður Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Leggja saman kraftana í kortin Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Teiknar jólakort og vinnur þau í tölvunni Jól Sálmur 564 - Á dimmri nóttu Jól Brúnkaka Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða eru komin aftur. Þau ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í dag er 15. desember og því ekki nema 9 dagar til jóla. Hurðaskellir og Skjóða nota daginn til að jólaskreyta enn frekar hellinn sinn og föndra núna jólastjörnu til að hengja í gluggann. Það eina sem þú þarft eru þrjú blöð af venjulegum pappír, skæri, reglustiku, blýant og strokleður.Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.
Jólafréttir Mest lesið Svona á að pakka fallega Jólin Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Innri friður Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Leggja saman kraftana í kortin Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Teiknar jólakort og vinnur þau í tölvunni Jól Sálmur 564 - Á dimmri nóttu Jól Brúnkaka Jól