Volkswagen e-Golf söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 11:27 Volkswagen e-Golf er söluhæsti rafmagnsbíllinn í ár og hafa selst af honum 92 eintök og gætu orðið yfir 100 fyrir áramót. Rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög hér á landi á þessi ári og búist er við góðri sölu slíkra bíla á næsta ári. Góð sala slíkra bíla er fagnaðarefni með tilliti til umhverfismála og í takt við þau markmið sem þjóðir heims komu sér saman um á umhverfisráðstefnunni í París um daginn. Forvitnilegt er að skoða magntölu í sölu þessara bíla og hverjir seljast best. Af rafmagnsbílum hefur Volkswagen e-Golf selst best í ár, eða 92 bílar og þar á eftir kemur Nissan Leaf með 91 seldan bíl. Í þriðja sæti er svo Kia Soul með 37 bíla og þá Tesla Model S með 19 bíla. Þá hafa 14 eintök selst af bæði af Volkswagen e-up! og Nissan E-NV200. Af tengiltvinnbílum, þ.e. bílum með bæði brunavél og rafmagnsmótora, hefur mest selst af Mitsubishi Outlander, eða 37 eintök. Næst mest hefur selst af Audi A3 e-tron eða 30 bílar, þá 25 Porsche Cayenne Hybrid og 21 Volkswagen Golf GTE. Sá fjórði söluhæsti á árinu er Toyota Prius Plug-In-Hybrid en af honum hafa selst 4 bílar. Athygli vekur hve hlutur Heklu er drjúgur í sölu á bæði rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum og á Hekla 73% allra seldra tvinnbíla í ár. Þar á bæ er svo von á fleiri slíkum bílgerðum á næsta ári, Passat GTE og Audi Q7 E-tron. Hekla hefur nú þegar selt 400 vistvæna bíla á árinu og eru metanbílar með í þeirri tölu. Hlutdeild Heklu í vistvænum bílum er 48% á Íslandi í ár. Önnur umboð landsins eru því með hinn helminginn á móti Heklu. Rétt er að skýra út muninn hér á tvinnbílum (Hybrid) og tengiltvinnbílum (Plug-In-Hybrid). Tvinnbílum er ekki stungið í samband við heimilisrafmagn og þeir fá aðeins rafhleðslu með því að binda hreyfiorku bílsins við hemlun eða akstur. Tengiltvinnbílum er hinsvegar stungið í samband við heimilisrafmagn og gjarna má aka þeim nokkra tugi kílómetra eingöngu á rafmagni. Þeir eru að auki með mun stærri rafhlöður en tvinnbílar og öflugri rafmótora. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög hér á landi á þessi ári og búist er við góðri sölu slíkra bíla á næsta ári. Góð sala slíkra bíla er fagnaðarefni með tilliti til umhverfismála og í takt við þau markmið sem þjóðir heims komu sér saman um á umhverfisráðstefnunni í París um daginn. Forvitnilegt er að skoða magntölu í sölu þessara bíla og hverjir seljast best. Af rafmagnsbílum hefur Volkswagen e-Golf selst best í ár, eða 92 bílar og þar á eftir kemur Nissan Leaf með 91 seldan bíl. Í þriðja sæti er svo Kia Soul með 37 bíla og þá Tesla Model S með 19 bíla. Þá hafa 14 eintök selst af bæði af Volkswagen e-up! og Nissan E-NV200. Af tengiltvinnbílum, þ.e. bílum með bæði brunavél og rafmagnsmótora, hefur mest selst af Mitsubishi Outlander, eða 37 eintök. Næst mest hefur selst af Audi A3 e-tron eða 30 bílar, þá 25 Porsche Cayenne Hybrid og 21 Volkswagen Golf GTE. Sá fjórði söluhæsti á árinu er Toyota Prius Plug-In-Hybrid en af honum hafa selst 4 bílar. Athygli vekur hve hlutur Heklu er drjúgur í sölu á bæði rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum og á Hekla 73% allra seldra tvinnbíla í ár. Þar á bæ er svo von á fleiri slíkum bílgerðum á næsta ári, Passat GTE og Audi Q7 E-tron. Hekla hefur nú þegar selt 400 vistvæna bíla á árinu og eru metanbílar með í þeirri tölu. Hlutdeild Heklu í vistvænum bílum er 48% á Íslandi í ár. Önnur umboð landsins eru því með hinn helminginn á móti Heklu. Rétt er að skýra út muninn hér á tvinnbílum (Hybrid) og tengiltvinnbílum (Plug-In-Hybrid). Tvinnbílum er ekki stungið í samband við heimilisrafmagn og þeir fá aðeins rafhleðslu með því að binda hreyfiorku bílsins við hemlun eða akstur. Tengiltvinnbílum er hinsvegar stungið í samband við heimilisrafmagn og gjarna má aka þeim nokkra tugi kílómetra eingöngu á rafmagni. Þeir eru að auki með mun stærri rafhlöður en tvinnbílar og öflugri rafmótora.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent