Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grótta 26-27 | Sterkur útisigur hjá Gróttu Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. desember 2015 14:52 Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk í liði Gróttu. Vísir/ernir Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti