Fór á 250 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 09:31 Mercedes Benz 300SL Gullwing bíllinn sem seldist á 250 milljónir króna. Autoblog Þessi Mercedes Benz 300SL Gullwing skipti um hendur um daginn í einkasölu fyrir 1,9 milljón dollara, eða 250 milljónir króna. Mercedes Benz 300SL Gullwing er einn eftirsóttasti bíll meðal bílasafnara og þessi tiltekni bíll er af árgerðinni 1954. Aðeins einn slíkur hefur selst á hærra verði af sömu árgerð, en hann seldist á 2,2 milljónir dollara árið 2012 á Barrett-Jackson uppboðinu. Mercedes Benz 300SL Gullwing var ofurbíll síns tíma, hann sameinaði stórkostlegt útlit og frábæra akstursgetu, auk þes sem hann er með sínar óvenjulegu fiðrildahurðir sem opnast uppá við. Þetta tiltekna eintak er í fullkomnu ástandi. Hann var upphaflega í eigu timburiðnaðamógúls í Kanada og hann pantaði bílinn með öllum mögulegum aukahlutum. Eigandinn hafði mikla trú á þýskum bílum og taldi þá eiga mikið erindi til heimalands síns og stofnaði Mercedes Benz umboð í Vancouver. Þessi bíll var tíðum sýningarbíll í þessu söluumboði uns hann var seldur árið 1956. Því hefur honum ekki verið mikið ekið, eða aðeins 74.000 kílómetra. Það reiknast sem aðeins 1.200 kílómetrar á ári. Árið 1990 var hann sprautaður uppá nýtt og fékk uppgerð á innréttingunni. Hinsvegar hefur ekkert verið átt við vél eða drifbúnað bílsins frá upphafi. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir Mercedes Benz 300SL Gullwing af hvaða árgerð sem er er 4,62 milljónir dollara, eða 600 milljónir króna sem fékkst fyrir einn slíkan árið 2012. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent
Þessi Mercedes Benz 300SL Gullwing skipti um hendur um daginn í einkasölu fyrir 1,9 milljón dollara, eða 250 milljónir króna. Mercedes Benz 300SL Gullwing er einn eftirsóttasti bíll meðal bílasafnara og þessi tiltekni bíll er af árgerðinni 1954. Aðeins einn slíkur hefur selst á hærra verði af sömu árgerð, en hann seldist á 2,2 milljónir dollara árið 2012 á Barrett-Jackson uppboðinu. Mercedes Benz 300SL Gullwing var ofurbíll síns tíma, hann sameinaði stórkostlegt útlit og frábæra akstursgetu, auk þes sem hann er með sínar óvenjulegu fiðrildahurðir sem opnast uppá við. Þetta tiltekna eintak er í fullkomnu ástandi. Hann var upphaflega í eigu timburiðnaðamógúls í Kanada og hann pantaði bílinn með öllum mögulegum aukahlutum. Eigandinn hafði mikla trú á þýskum bílum og taldi þá eiga mikið erindi til heimalands síns og stofnaði Mercedes Benz umboð í Vancouver. Þessi bíll var tíðum sýningarbíll í þessu söluumboði uns hann var seldur árið 1956. Því hefur honum ekki verið mikið ekið, eða aðeins 74.000 kílómetra. Það reiknast sem aðeins 1.200 kílómetrar á ári. Árið 1990 var hann sprautaður uppá nýtt og fékk uppgerð á innréttingunni. Hinsvegar hefur ekkert verið átt við vél eða drifbúnað bílsins frá upphafi. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir Mercedes Benz 300SL Gullwing af hvaða árgerð sem er er 4,62 milljónir dollara, eða 600 milljónir króna sem fékkst fyrir einn slíkan árið 2012.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent