Fær BMW 7 tvær nýjar V12 vélar? Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 09:53 Séð ofan í pakkað vélarrúm BMW 7. worldcarfans Heyrst hefur að BMW ætli að bjóða nýju 7-línuna með tveimur gerðum af Rolls Royce V12 vélum sem báðar verða yfir 600 hestöfl. Núverandi nýja kynslóð bílsins er nú í boði með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og 326 hestöfl og 4,4 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, sem skilar 450 hestöflum. Það finnst BMW mönnum greinilega ekki nóg og vill að 7-línan keppi einnig við aðra ofurbíla með ógnarafli og hugleiðir því að bjóða hann með 6,6 lítra V12 vélum frá dótturfyrirtæki sínu Rolls Royce. Sú aflminni verður að minnsta kosti 600 hestöfl og sú aflmeiri eitthvað meira en það. Þessir bílar munu fá stafina BMW 760i og M760i og 760iL í lengdri gerð bílsins. Þessar aflmiklu vélar verða tengdar við 8 gíra sjálfskiptingu, en ekki liggur ljóst fyrir hvort þessir bílar verða fjórhjóladrifnir eða afturhjóladrifnir eins og núverandi gerðir. Heyrst hefur að BMW ætli að setja þessar ofurútgáfur á markað strax á næsta ári. Með þeim ætti góð sala á BMW 7 enn að aukast. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Heyrst hefur að BMW ætli að bjóða nýju 7-línuna með tveimur gerðum af Rolls Royce V12 vélum sem báðar verða yfir 600 hestöfl. Núverandi nýja kynslóð bílsins er nú í boði með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og 326 hestöfl og 4,4 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, sem skilar 450 hestöflum. Það finnst BMW mönnum greinilega ekki nóg og vill að 7-línan keppi einnig við aðra ofurbíla með ógnarafli og hugleiðir því að bjóða hann með 6,6 lítra V12 vélum frá dótturfyrirtæki sínu Rolls Royce. Sú aflminni verður að minnsta kosti 600 hestöfl og sú aflmeiri eitthvað meira en það. Þessir bílar munu fá stafina BMW 760i og M760i og 760iL í lengdri gerð bílsins. Þessar aflmiklu vélar verða tengdar við 8 gíra sjálfskiptingu, en ekki liggur ljóst fyrir hvort þessir bílar verða fjórhjóladrifnir eða afturhjóladrifnir eins og núverandi gerðir. Heyrst hefur að BMW ætli að setja þessar ofurútgáfur á markað strax á næsta ári. Með þeim ætti góð sala á BMW 7 enn að aukast.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent