Sænska blaðið Expressen segir að Jón Guðni Fjóluson muni spila með sænsku meisturunum í Norrköping á næsta tímabili.
Jón Guðni hefur verið í herbúðum Sundsvall. Hann verður fyrsti maðurinn sem fer til meistaranna eftir að dollan kom í hús og ku hafa verið efstur á óskalista félagsins. Samningur hans við Sundsvall var búinn.
Hann á að hafa gengist undir læknisskoðin hjá félaginu í gær og verður því væntanlega kynntur til leiks hjá meisturunum í dag.
Jón Guðni á að leysa af David Boo Wiklander sem er farinn frá félaginu.
Hann mun því spila með Arnóri Ingva Traustasyni næsta tímabil fari svo að Arnór Ingvi verði áfram í herbúðum félagsins en nokkur félög eru að skoða hann.
Jón Guðni á leið til sænsku meistaranna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
