Á um fimm hundruð þúsund frímerki Sólveig Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 11:00 Sveinn Ingi með hluta af jólamerkjasafni sínu. Mynd/Anton Brink Jólamerki sem Kvenfélagið Framtíðin hefur gefið út. Sveinn Ingi Sveinsson framhaldsskólakennari hefur haft áhuga á frímerkjum frá unga aldri. Safnið er orðið nokkuð stórt en hluti af því eru jólamerki sem Sveinn segir að séu bæði falleg og geymi auk þess skemmtilega og áhugaverða sögu. "Þetta virðist liggja í genunum. Pabbi átti frímerkjasafn og við öll sex systkinin erum að safna einhverju,“ segir Sveinn sem sjálfur er afkastamestur í frímerkjunum en þó safnar hann ýmsu öðru sem honum þykir áhugavert.Allra fyrstu jólamerkin sem gefin voru út á Íslandi árið 1904.Hann tekur á móti blaðamanni í forstofuherbergi á heimili sínu í Mosfellsbæ. Veggir herbergisins eru þaktir hillum og í hverri hillu er þétt röð af vel skipulögðum möppum sem hafa að geyma ýmsa fjársjóði. Inntur eftir því hversu mörg frímerki hann eigi dregur Sveinn seiminn. „Ég þori nú ekki að fara alveg með það en kannski í kringum fimm hundruð þúsund.“Heillandi jólamerki Hluti af safni Sveins eru svokölluð jólamerki sem eru styrktarmerki sem seld eru fyrir jólin til að safna fyrir gott málefni. „Jólamerkin hafa alltaf höfðað til mín. Það eru töluvert margir sem safna þeim víða um heim, enda eru þau bæði falleg og skemmtileg saga á bak við þau.“ Hann sýnir eina örk af bláum merkjum með mynd af fálka. „Þetta er allra fyrsta jólamerkið sem gefið var út á Íslandi,“ útskýrir Sveinn en það voru kaþólsku Caritas-samtökin í Danmörku sem gáfu þau til Íslands árið 1904 til að létta undir með byggingu barnahælis.Jólamerkin frá Önundarfirði eru í miklu uppáhaldi hjá Sveini enda eru jólakortin mörg hver stíluð á frændur hans.Merkin sem standa hjarta Sveins næst eru þó Önundarfjarðarmerkin en þau fyrstu voru gefin út árið 1917. Mörg jólakortanna sem jólamerkin prýða eru stíluð á langafa Sveins og bræður hans og er þessi frændskapur það sem gerir merkin heillandi í hans augum. „Það gengur erfiðlega að ná í þessi merki enda finnst öllum þau falleg og enginn vill skipta,“ segir Sveinn glettinn. Sveinn heldur einnig upp á Akureyrarmerkin en það eru jólamerki sem Kvenfélagið Framtíðin gaf út á hverju ári allt til ársins 2003. „Þeim hefur snarlega fækkað, þeim sem gefa út svona jólamerki. Fyrir tíu árum voru þetta um 10 aðilar en nú eru þetta aðallega Thorvaldsensfélagið, Rauði krossinn, Rótarý í Hafnarfirði og Lionsklúbburinn Þór.“Fæstir vilja selja En hvernig áskotnast honum frímerkin sem hann safnar? „Stundum kaupir maður söfn af því mann langar í eitthvað sem í þeim er. Svo reynir maður að losna við það sem maður notar ekki. Frímerkjasafnarar eru hópur sem þekkist vel og maður veit hver safnar hverju. Ef maður finnur eitthvað sem einhvern vantar, getur maður notað það til að fá eitthvað annað hjá honum í staðinn,“ lýsir Sveinn og segir fæsta vilja selja frímerki sín nema eitthvað annað betra bjóðist. Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin
Jólamerki sem Kvenfélagið Framtíðin hefur gefið út. Sveinn Ingi Sveinsson framhaldsskólakennari hefur haft áhuga á frímerkjum frá unga aldri. Safnið er orðið nokkuð stórt en hluti af því eru jólamerki sem Sveinn segir að séu bæði falleg og geymi auk þess skemmtilega og áhugaverða sögu. "Þetta virðist liggja í genunum. Pabbi átti frímerkjasafn og við öll sex systkinin erum að safna einhverju,“ segir Sveinn sem sjálfur er afkastamestur í frímerkjunum en þó safnar hann ýmsu öðru sem honum þykir áhugavert.Allra fyrstu jólamerkin sem gefin voru út á Íslandi árið 1904.Hann tekur á móti blaðamanni í forstofuherbergi á heimili sínu í Mosfellsbæ. Veggir herbergisins eru þaktir hillum og í hverri hillu er þétt röð af vel skipulögðum möppum sem hafa að geyma ýmsa fjársjóði. Inntur eftir því hversu mörg frímerki hann eigi dregur Sveinn seiminn. „Ég þori nú ekki að fara alveg með það en kannski í kringum fimm hundruð þúsund.“Heillandi jólamerki Hluti af safni Sveins eru svokölluð jólamerki sem eru styrktarmerki sem seld eru fyrir jólin til að safna fyrir gott málefni. „Jólamerkin hafa alltaf höfðað til mín. Það eru töluvert margir sem safna þeim víða um heim, enda eru þau bæði falleg og skemmtileg saga á bak við þau.“ Hann sýnir eina örk af bláum merkjum með mynd af fálka. „Þetta er allra fyrsta jólamerkið sem gefið var út á Íslandi,“ útskýrir Sveinn en það voru kaþólsku Caritas-samtökin í Danmörku sem gáfu þau til Íslands árið 1904 til að létta undir með byggingu barnahælis.Jólamerkin frá Önundarfirði eru í miklu uppáhaldi hjá Sveini enda eru jólakortin mörg hver stíluð á frændur hans.Merkin sem standa hjarta Sveins næst eru þó Önundarfjarðarmerkin en þau fyrstu voru gefin út árið 1917. Mörg jólakortanna sem jólamerkin prýða eru stíluð á langafa Sveins og bræður hans og er þessi frændskapur það sem gerir merkin heillandi í hans augum. „Það gengur erfiðlega að ná í þessi merki enda finnst öllum þau falleg og enginn vill skipta,“ segir Sveinn glettinn. Sveinn heldur einnig upp á Akureyrarmerkin en það eru jólamerki sem Kvenfélagið Framtíðin gaf út á hverju ári allt til ársins 2003. „Þeim hefur snarlega fækkað, þeim sem gefa út svona jólamerki. Fyrir tíu árum voru þetta um 10 aðilar en nú eru þetta aðallega Thorvaldsensfélagið, Rauði krossinn, Rótarý í Hafnarfirði og Lionsklúbburinn Þór.“Fæstir vilja selja En hvernig áskotnast honum frímerkin sem hann safnar? „Stundum kaupir maður söfn af því mann langar í eitthvað sem í þeim er. Svo reynir maður að losna við það sem maður notar ekki. Frímerkjasafnarar eru hópur sem þekkist vel og maður veit hver safnar hverju. Ef maður finnur eitthvað sem einhvern vantar, getur maður notað það til að fá eitthvað annað hjá honum í staðinn,“ lýsir Sveinn og segir fæsta vilja selja frímerki sín nema eitthvað annað betra bjóðist.
Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin