Jón Guðni: Nýtti tækifærið ekki nógu vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:41 Jón Guðni eftir undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira