Norska liðið Avaldsnes, sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir, leika með hefur ráðið nýjan þjálfara.
Sá heitir Colin Bell og er 54 ára gamall Englendingur. Bell hefur þjálfað í Þýskalandi frá árinu 1989, bæði karla- og kvennalið.
Bell var síðast við stjórnvölinn hjá Frankfurt en undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari 2014 og vann Meistaradeild Evrópu í vor. Frankfurt endaði í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Avaldsnes endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í sumar og þá komst liðið alla leið í úrslitaleik bikarkeppninnar, þar sem það lá fyrir Lilleström. Avaldsnes tekur þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn á næsta ári.
Sjá einnig: Treyja Hólmfríðar seldist á 1,8 milljónir: Ég táraðist
Hólmfríður átti frábært tímabil með Avaldsnes en hún skoraði níu mörk í 18 deildarleikjum og var valin sóknarmaður ársins í norsku deildinni. Þórunn Helga kom minna við sögu á síðasta tímabili en hún lék aðeins fimm deildarleiki af 22.
Avaldsnes ræður Evrópumeistara sem þjálfara
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Fleiri fréttir
