Volvo með sölumet í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 08:45 Volvo XC90 jeppinn er heitur þessa dagana. Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent