Íran semur um olíusölu til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2015 16:37 Frá kynningu olíuiðnaðarins í Íran í fyrra. Vísir/EPA Yfirvöld í Íran hafa nú samið um að selja olíu til Kína. Þar að auki leita þeir nýrra kaupenda og vinna að aukinni olíuframleiðslu eftir að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins verði hætt niður á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þvingununum verði aflétt snemma á næsta ári. Þá leita yfirvöld að fjárfestum til að taka þátt í nýjum verkefnum við eflingu iðnaðarins í Íran. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Íran að einhverju leyti frá árinu 1979 þegar starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran voru teknir í gíslingu. Árið 2013 voru þvinganirnar hertar vegna kjarnorkutilrauna Íran. Í frétt Reuters kemur fram að á árum áður var Íran annar stærsti útflytjandi Samtaka olíuútflutningsríkja og stefna yfirvöld þar á að ná aftur fyrri markaðsstöðu. Til stendur að auka olíuframleiðslu í Íran um 500 þúsund tunnur. Það samsvarar um helmingi núverandi útflutnings ríkisins. Ljóst er að slík aukning er viðkvæm pólitískt séð þar sem nágrannaríki Íran, eins og Sádi-Arabía, munu ekki taka því fagnandi. Olíusala er helsta tekjulind Sáda, en offramleiðsla hefur leitt til mikillar verðlækkunar síðustu mánuði. Verðið hefur jafnast eitthvað en ástandið þykir enn viðkvæmt. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa nú samið um að selja olíu til Kína. Þar að auki leita þeir nýrra kaupenda og vinna að aukinni olíuframleiðslu eftir að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins verði hætt niður á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þvingununum verði aflétt snemma á næsta ári. Þá leita yfirvöld að fjárfestum til að taka þátt í nýjum verkefnum við eflingu iðnaðarins í Íran. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Íran að einhverju leyti frá árinu 1979 þegar starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran voru teknir í gíslingu. Árið 2013 voru þvinganirnar hertar vegna kjarnorkutilrauna Íran. Í frétt Reuters kemur fram að á árum áður var Íran annar stærsti útflytjandi Samtaka olíuútflutningsríkja og stefna yfirvöld þar á að ná aftur fyrri markaðsstöðu. Til stendur að auka olíuframleiðslu í Íran um 500 þúsund tunnur. Það samsvarar um helmingi núverandi útflutnings ríkisins. Ljóst er að slík aukning er viðkvæm pólitískt séð þar sem nágrannaríki Íran, eins og Sádi-Arabía, munu ekki taka því fagnandi. Olíusala er helsta tekjulind Sáda, en offramleiðsla hefur leitt til mikillar verðlækkunar síðustu mánuði. Verðið hefur jafnast eitthvað en ástandið þykir enn viðkvæmt.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira