Af rökum Birta Björnsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Að vilja ekki deila samfélagi með manneskju sem aðhyllist ekki sömu trúarbrögð og þú er eins og að gera þá kröfu að manneskjan sem situr við hliðina á þér í bíó gangi út úr salnum með nákvæmlega sömu skoðanir og þú á myndinni. Að vilja neita flóttamönnum um hæli með þeim rökum að það sé alþekkt bragð hjá liðsmönnum ofstækisfullra hálfvita að lauma sér í þeirra raðir, er eins og að banna indverskan mat hér á landi vegna þess að einhver fékk einhvern tíma matareitrun. Að tala um alla múslima í heiminum sem einsleitan hóp miðaldaþenkjandi kvenhatandi ofsatrúarmanna er eins og að telja alla sköllótta heimsbúa lausláta nískupúka og alla húðflúraða einstaklinga siðblinda raðnauðgara. Að gera engan greinarmun á hryðjuverkafábjána og einstæðri móður frá Palestínu er líkt og að sjá ekki í fljótu bragði muninn á lífsskoðunum Adolfs Hitler og móður Theresu. Að óttast að múslimar komi til með að yfirtaka stjórnina í landinu er, já það er í raun býsna áhugaverð hugmynd, það er að segja búi allir heimsins múslimar yfir sérþekkingu á landsyfirráðum sem forsvarsmenn þónokkurra stjórnmálaflokka hér á landi gæfu líklega úr sér líffæri til að komast yfir. Að gefa sér að öll önnur trúarbrögð en þín eigin séu gamaldags, illgjörn og hættuleg er eins og að neyta brjóstamjólkur það sem eftir lifir ævinnar, því annar matur gæti verið vondur á bragðið. Að vilja ekki flóttamenn hingað til lands af því að einhverjir landsmenn þurfa á aðstoð að halda er eins og að sjá ekki fram á að geta bjargað drukknandi manni úr beljandi fljóti því þú ert upptekinn við að taka til í hanskahólfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Að vilja ekki deila samfélagi með manneskju sem aðhyllist ekki sömu trúarbrögð og þú er eins og að gera þá kröfu að manneskjan sem situr við hliðina á þér í bíó gangi út úr salnum með nákvæmlega sömu skoðanir og þú á myndinni. Að vilja neita flóttamönnum um hæli með þeim rökum að það sé alþekkt bragð hjá liðsmönnum ofstækisfullra hálfvita að lauma sér í þeirra raðir, er eins og að banna indverskan mat hér á landi vegna þess að einhver fékk einhvern tíma matareitrun. Að tala um alla múslima í heiminum sem einsleitan hóp miðaldaþenkjandi kvenhatandi ofsatrúarmanna er eins og að telja alla sköllótta heimsbúa lausláta nískupúka og alla húðflúraða einstaklinga siðblinda raðnauðgara. Að gera engan greinarmun á hryðjuverkafábjána og einstæðri móður frá Palestínu er líkt og að sjá ekki í fljótu bragði muninn á lífsskoðunum Adolfs Hitler og móður Theresu. Að óttast að múslimar komi til með að yfirtaka stjórnina í landinu er, já það er í raun býsna áhugaverð hugmynd, það er að segja búi allir heimsins múslimar yfir sérþekkingu á landsyfirráðum sem forsvarsmenn þónokkurra stjórnmálaflokka hér á landi gæfu líklega úr sér líffæri til að komast yfir. Að gefa sér að öll önnur trúarbrögð en þín eigin séu gamaldags, illgjörn og hættuleg er eins og að neyta brjóstamjólkur það sem eftir lifir ævinnar, því annar matur gæti verið vondur á bragðið. Að vilja ekki flóttamenn hingað til lands af því að einhverjir landsmenn þurfa á aðstoð að halda er eins og að sjá ekki fram á að geta bjargað drukknandi manni úr beljandi fljóti því þú ert upptekinn við að taka til í hanskahólfinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun