Sannkallaðir hátíðadrengir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. desember 2015 14:00 Þorlákur Flóki er að verða fimm ára á Þorláksmessu og Kormákur Jónas bróðir hans verður þriggja ára á gamlársdag. Hér eru þeir klæddir í fínar peysur frá Handprjónasambandinu. Mynd/Ernir Bræðurnir Þorlákur Flóki og Kormákur Jónas Níelssynir eru jólabörn. Annar verður fimm ára á Þorláksmessu og hinn þriggja ára á gamlársdag. Þeir fá svo margar jóla- og afmælisgjafir á einum mánuði að stundum eru nokkrar þeirra geymdar fram á sumar. Foreldrar Þorláks Flóka og Kormáks Jónasar eru þau Sigríður Ásdís Jónasdóttir og Níels Rúnar Gíslason. Þau segjast alls ekki hafa skipulagt barneignir með það í huga að hrúga öllum veislum í sama mánuðinn. „Nei, þetta er eitt stórt slys,“ segir Sigga Dís og hlær.Þeir bræður prýddu forsíðu Jólablaðs Fréttablaðsins þetta árið.Þau segja kostina við þetta fyrirkomulag heldur fáa, helst þá að allt stress sé afmarkað við einn mánuð á ári. „Gallinn er síðan sá sami að það bætist við stress á þeim tíma sem streitan er þegar í hámarki,“ segir Níels. „Annar kostur er þó sá að þetta neyðir mann til að skipuleggja sig betur og fyrr. Maður nær ekki að redda afmælisveislum og jólahaldi korter í jól,“ segir Sigga og Níels samsinnir. „Já, það er gott að vera búinn með jólahreingerninguna fyrir Þorláksmessu.“ Þau hafa komið á þeim sið að halda afmæli Þorláks Flóka í hádeginu á Þorláksmessu. „Það er gaman að skapa hefð á þessum degi. Þarna hittist fjölskyldan, borðar saman í hádeginu og hefur tækifæri á að skiptast á pökkum. Þannig þarf maður ekki að eyða aðfangadeginum í það. Það er líka svo gott að vera búinn að undirbúa jólin á Þorláksmessu þannig að maður geti notið dagsins sem best,“ segir Sigga Dís. En hvernig er með gjafirnar, fá þeir eina stóra gjöf eða tvær fyrir hvort tilefnið? „Þeir hafa yfirleitt fengið bæði afmælis- og jólagjöf. Hins vegar er pakkaflóðið alveg svakalegt og hálf yfirþyrmandi. Við ákváðum því síðustu jól að geyma aðra gjöfina fram á sumarið, þá fengu þeir aukaglaðning.“ Þorlákur Flóki átti að fæðast á aðfangadag en kíkti í heiminn deginum fyrr. Það var aldrei ætlun foreldranna að skíra hann þessu nafni. „Ég held að þetta sé allt föðurafanum að kenna, hann kallaði hann þetta og svo festist það,“ segir Níels glettinn og Sigga Dís kinkar kolli. „Þetta var algert grín, við kölluðum hann Þorlák til að byrja með en svo fórum við að kunna vel við nafnið.“ „Mér fannst þetta meira að segja mjög ljótt nafn til að byrja með en finnst það mjög fallegt í dag enda er það gamaldags, þjóðlegt og ekki skemmir tengingin við Þorlák helga,“ segir Níels. Kormákur Jónas átti síðan að líta dagsins ljós á nýársdag 2013. „En ég var búin að ákveða það að hann kæmi fyrir nýárið og það tókst,“ segir Sigga Dís og Níels bætir glottandi við: „Það var til að koma honum fyrr í leikskóla og njóta skattfríðinda.“ Kormákur þótti þeim fallegt nafn. „Það hefur líka gott innrím við Þorlák,“ útskýrir Níels og bendir á að fyrst Þorlákur eigi afmæli á Þorláksmessu þá verði að gæta jafnræðis. „Það hefur því orðið hefð hjá okkur að kalla gamlársdag Kormáksmessu.“ Krakkar Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin
Bræðurnir Þorlákur Flóki og Kormákur Jónas Níelssynir eru jólabörn. Annar verður fimm ára á Þorláksmessu og hinn þriggja ára á gamlársdag. Þeir fá svo margar jóla- og afmælisgjafir á einum mánuði að stundum eru nokkrar þeirra geymdar fram á sumar. Foreldrar Þorláks Flóka og Kormáks Jónasar eru þau Sigríður Ásdís Jónasdóttir og Níels Rúnar Gíslason. Þau segjast alls ekki hafa skipulagt barneignir með það í huga að hrúga öllum veislum í sama mánuðinn. „Nei, þetta er eitt stórt slys,“ segir Sigga Dís og hlær.Þeir bræður prýddu forsíðu Jólablaðs Fréttablaðsins þetta árið.Þau segja kostina við þetta fyrirkomulag heldur fáa, helst þá að allt stress sé afmarkað við einn mánuð á ári. „Gallinn er síðan sá sami að það bætist við stress á þeim tíma sem streitan er þegar í hámarki,“ segir Níels. „Annar kostur er þó sá að þetta neyðir mann til að skipuleggja sig betur og fyrr. Maður nær ekki að redda afmælisveislum og jólahaldi korter í jól,“ segir Sigga og Níels samsinnir. „Já, það er gott að vera búinn með jólahreingerninguna fyrir Þorláksmessu.“ Þau hafa komið á þeim sið að halda afmæli Þorláks Flóka í hádeginu á Þorláksmessu. „Það er gaman að skapa hefð á þessum degi. Þarna hittist fjölskyldan, borðar saman í hádeginu og hefur tækifæri á að skiptast á pökkum. Þannig þarf maður ekki að eyða aðfangadeginum í það. Það er líka svo gott að vera búinn að undirbúa jólin á Þorláksmessu þannig að maður geti notið dagsins sem best,“ segir Sigga Dís. En hvernig er með gjafirnar, fá þeir eina stóra gjöf eða tvær fyrir hvort tilefnið? „Þeir hafa yfirleitt fengið bæði afmælis- og jólagjöf. Hins vegar er pakkaflóðið alveg svakalegt og hálf yfirþyrmandi. Við ákváðum því síðustu jól að geyma aðra gjöfina fram á sumarið, þá fengu þeir aukaglaðning.“ Þorlákur Flóki átti að fæðast á aðfangadag en kíkti í heiminn deginum fyrr. Það var aldrei ætlun foreldranna að skíra hann þessu nafni. „Ég held að þetta sé allt föðurafanum að kenna, hann kallaði hann þetta og svo festist það,“ segir Níels glettinn og Sigga Dís kinkar kolli. „Þetta var algert grín, við kölluðum hann Þorlák til að byrja með en svo fórum við að kunna vel við nafnið.“ „Mér fannst þetta meira að segja mjög ljótt nafn til að byrja með en finnst það mjög fallegt í dag enda er það gamaldags, þjóðlegt og ekki skemmir tengingin við Þorlák helga,“ segir Níels. Kormákur Jónas átti síðan að líta dagsins ljós á nýársdag 2013. „En ég var búin að ákveða það að hann kæmi fyrir nýárið og það tókst,“ segir Sigga Dís og Níels bætir glottandi við: „Það var til að koma honum fyrr í leikskóla og njóta skattfríðinda.“ Kormákur þótti þeim fallegt nafn. „Það hefur líka gott innrím við Þorlák,“ útskýrir Níels og bendir á að fyrst Þorlákur eigi afmæli á Þorláksmessu þá verði að gæta jafnræðis. „Það hefur því orðið hefð hjá okkur að kalla gamlársdag Kormáksmessu.“
Krakkar Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin