Kassastykki Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Er þetta frétt? Er þetta list? Þessar spurningar koma aftur og aftur og yfirleitt virðist svarið vera nú á okkar lýðræðistímum: Ef einhverjum finnst að svo sé – þá er það svo. List? Frétt? Hvað finnst þér? Það er sem er. Og alltaf verið að reyna að færa út mörkin: segja fréttir af því ófréttnæma; búa til list úr því ólistuga. Og nú fléttast þessar tvær spurningar saman í nýja kassastykkinu: listneminn Almar húkir ber í kassa og lætur umheiminn fylgjast með sér. Einsemd í beinni. Er það frétt hvort þetta sé list? Er það list hvort þetta sé frétt? Og er það þá frétt? Og þar með list?Í listum er þetta helst Listfréttalist. Fréttalistafrétt. Samkvæmt þessum hugsunarhætti er aðeins ein leið eftir til að skera úr um listgildi verka: að láta fara fram megindlega (eða var það eigindlega?) rannsókn eða skoðanakönnun þar sem fólk er beðið að segja til um það hvort því finnist tiltekið verk vera list eður ei, þumall upp eða þumall niður, og svo ráði einfaldur meirihluti þessu; jafnvel mætti hugsa sér að slíkar spurningar yrðu partur af mánaðarlegum þjóðaratkvæðagreiðsluvagni um hvaðeina, sem útlit er fyrir að komi í staðinn fyrir löggjafann þegar fram líða stundir, þegar einfaldur meirihluti úrskurðar um stórt og smátt. Raunar má segja að kominn sé vísir að slíkum listúrskurðum, nú þegar listgildi er æ meira talið ráðast af því hversu mikið fréttum af listviðburðunum er deilt á netinu og hversu mörg læk viðburðirnir fá. Það má líka hugsa sér raunveruleikaþátt þar sem fjórir listfræðingar sitja og dæma um það hvort afurðir sem fólk ber fyrir þá sé list … Okkur sem komin erum á léttasta skeið, um og yfir miðjan aldur, okkur finnst stundum að við höfum séð þetta allt áður. Okkur finnst nútímalist vera eins og ómurinn eftir sprenginguna. Okkur þykja flest nútímalistaverk eins og hvít jörð eftir bylinn. Við teljum okkur muna þá tíð þegar listaverk vöktu aðdáun eða viðbjóð, hneykslun, ást, hatur – kenndir. Þegar listin var gullgerðarlist. Nú er ekki einu sinni lengur frumlegt að vera ófrumlegur, segjum við þá, og mörk hins sanna og logna, fallega og ljóta, lága og háa, merkilega og ómerkilega, svo vendilega út þurrkuð að við blasir berangur og auðn. Nú er póst-pósttími, segjum við. Okkur finnst listin handan við það sem var handan við, komin hinumegin – úr augsýn; vera þara einhvers staðar úti í kófinu. Svona tölum við stundum, á góðri stundu. Kannski er það rétt sem þau segja sum: að listin sé dauð. En það merkilega er, að löngu eftir dauða listarinnar er enn verið að búa til list. Þegar maður tuðar yfir einhverju býr maður til vegg milli þess og sín; tuðið varnar því að maður hugsi; tuð er kalviður sem fyllir heilann ef maður passar ekki að fjarlægja það jafnóðum. Nýnæmi listaverka, erindi þeirra, ræðst af samhengi í tíma og rúmi og þetta samhengi er ekki endanlega hægt að sjá berum augum; þetta er andrúmsloft, hugarástand samfélagsins, þjóðfélagsskipanin, umræðuhættir. Ber maður í kassa fyrir allra augum er allt annað verk árið 1966 en það er árið 2015; fjallar um eitthvað allt annað.Listin á tímum lækóhólismans En það er kannski rétt sem þau segja: listgildi verka virðist æ meira komið undir því að talað sé um það á Facebook og Twitter, helst að deilt sé um það, og veki andúð – og já: tuð; gildið ræðst af því hvort listaverkið kemst í „umræðuna“ og snýst þá umræðan gjarnan um að listaverkið sé „umrætt“ (er þetta list? er það frétt?). Listamenn lifa og starfa á tímum samfélagsmiðlanna þar sem við sviðsetjum okkur, hvert og eitt í sínum kassa, og hver og ein manneskja nakin á sinn hátt. Sjálft tíðindaleysið hjá Almari þarna í kassanum er eins og langdreginn og syfjulegur Facebook-status. Hin stöðuga frásögn okkar af ófréttnæmum atburðum í lífi okkar sem svo rennur saman við líkamsstarfsemi og blygðunarstörf innan tíðar, eins og Eiríkur Örn rekur í nýrri skáldsögu sinni, Heimsku, sem sumir af viðtökustjórum bókmenntalífsins virðast vera andvígir af því að hún er látin gerast á Ísafirði í framtíðinni, sem eru víst ósennilegri aðstæður en hægt er að bjóða upp á. Smám saman kemst listamaðurinn í beint samband við áhorfanda sinn – og læktakkann hjá honum. Í hverjum listamanni býr lækóhólisti. Við hugsum of þröngt. Það er ekki kallinn í kassanum sem er áhyggjuefni heldur kassinn í kallinum: við erum of ferköntuð. Við sjáum of sjaldan listaverk, hugsum of sjaldan um list, þyrftum ekki svona oft að spyrja okkur hvort eitthvað sé list ef listin væri snarari þáttur í lífi okkar. Það er tilvalin leið til að gera okkur þröngsýn, hleypidómafull og hrædd, að fjarlægja listina úr daglegu lífi. Við þurfum samhengi í listumfjöllun og listnautn, ekki upphlaup eftir dyntum blaðamanna og smellidólga þar sem við klórum okkur öll í hausnum – og hvert öðru – yfir því hvað þetta sé nú eiginlega aftur, þetta list. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Er þetta frétt? Er þetta list? Þessar spurningar koma aftur og aftur og yfirleitt virðist svarið vera nú á okkar lýðræðistímum: Ef einhverjum finnst að svo sé – þá er það svo. List? Frétt? Hvað finnst þér? Það er sem er. Og alltaf verið að reyna að færa út mörkin: segja fréttir af því ófréttnæma; búa til list úr því ólistuga. Og nú fléttast þessar tvær spurningar saman í nýja kassastykkinu: listneminn Almar húkir ber í kassa og lætur umheiminn fylgjast með sér. Einsemd í beinni. Er það frétt hvort þetta sé list? Er það list hvort þetta sé frétt? Og er það þá frétt? Og þar með list?Í listum er þetta helst Listfréttalist. Fréttalistafrétt. Samkvæmt þessum hugsunarhætti er aðeins ein leið eftir til að skera úr um listgildi verka: að láta fara fram megindlega (eða var það eigindlega?) rannsókn eða skoðanakönnun þar sem fólk er beðið að segja til um það hvort því finnist tiltekið verk vera list eður ei, þumall upp eða þumall niður, og svo ráði einfaldur meirihluti þessu; jafnvel mætti hugsa sér að slíkar spurningar yrðu partur af mánaðarlegum þjóðaratkvæðagreiðsluvagni um hvaðeina, sem útlit er fyrir að komi í staðinn fyrir löggjafann þegar fram líða stundir, þegar einfaldur meirihluti úrskurðar um stórt og smátt. Raunar má segja að kominn sé vísir að slíkum listúrskurðum, nú þegar listgildi er æ meira talið ráðast af því hversu mikið fréttum af listviðburðunum er deilt á netinu og hversu mörg læk viðburðirnir fá. Það má líka hugsa sér raunveruleikaþátt þar sem fjórir listfræðingar sitja og dæma um það hvort afurðir sem fólk ber fyrir þá sé list … Okkur sem komin erum á léttasta skeið, um og yfir miðjan aldur, okkur finnst stundum að við höfum séð þetta allt áður. Okkur finnst nútímalist vera eins og ómurinn eftir sprenginguna. Okkur þykja flest nútímalistaverk eins og hvít jörð eftir bylinn. Við teljum okkur muna þá tíð þegar listaverk vöktu aðdáun eða viðbjóð, hneykslun, ást, hatur – kenndir. Þegar listin var gullgerðarlist. Nú er ekki einu sinni lengur frumlegt að vera ófrumlegur, segjum við þá, og mörk hins sanna og logna, fallega og ljóta, lága og háa, merkilega og ómerkilega, svo vendilega út þurrkuð að við blasir berangur og auðn. Nú er póst-pósttími, segjum við. Okkur finnst listin handan við það sem var handan við, komin hinumegin – úr augsýn; vera þara einhvers staðar úti í kófinu. Svona tölum við stundum, á góðri stundu. Kannski er það rétt sem þau segja sum: að listin sé dauð. En það merkilega er, að löngu eftir dauða listarinnar er enn verið að búa til list. Þegar maður tuðar yfir einhverju býr maður til vegg milli þess og sín; tuðið varnar því að maður hugsi; tuð er kalviður sem fyllir heilann ef maður passar ekki að fjarlægja það jafnóðum. Nýnæmi listaverka, erindi þeirra, ræðst af samhengi í tíma og rúmi og þetta samhengi er ekki endanlega hægt að sjá berum augum; þetta er andrúmsloft, hugarástand samfélagsins, þjóðfélagsskipanin, umræðuhættir. Ber maður í kassa fyrir allra augum er allt annað verk árið 1966 en það er árið 2015; fjallar um eitthvað allt annað.Listin á tímum lækóhólismans En það er kannski rétt sem þau segja: listgildi verka virðist æ meira komið undir því að talað sé um það á Facebook og Twitter, helst að deilt sé um það, og veki andúð – og já: tuð; gildið ræðst af því hvort listaverkið kemst í „umræðuna“ og snýst þá umræðan gjarnan um að listaverkið sé „umrætt“ (er þetta list? er það frétt?). Listamenn lifa og starfa á tímum samfélagsmiðlanna þar sem við sviðsetjum okkur, hvert og eitt í sínum kassa, og hver og ein manneskja nakin á sinn hátt. Sjálft tíðindaleysið hjá Almari þarna í kassanum er eins og langdreginn og syfjulegur Facebook-status. Hin stöðuga frásögn okkar af ófréttnæmum atburðum í lífi okkar sem svo rennur saman við líkamsstarfsemi og blygðunarstörf innan tíðar, eins og Eiríkur Örn rekur í nýrri skáldsögu sinni, Heimsku, sem sumir af viðtökustjórum bókmenntalífsins virðast vera andvígir af því að hún er látin gerast á Ísafirði í framtíðinni, sem eru víst ósennilegri aðstæður en hægt er að bjóða upp á. Smám saman kemst listamaðurinn í beint samband við áhorfanda sinn – og læktakkann hjá honum. Í hverjum listamanni býr lækóhólisti. Við hugsum of þröngt. Það er ekki kallinn í kassanum sem er áhyggjuefni heldur kassinn í kallinum: við erum of ferköntuð. Við sjáum of sjaldan listaverk, hugsum of sjaldan um list, þyrftum ekki svona oft að spyrja okkur hvort eitthvað sé list ef listin væri snarari þáttur í lífi okkar. Það er tilvalin leið til að gera okkur þröngsýn, hleypidómafull og hrædd, að fjarlægja listina úr daglegu lífi. Við þurfum samhengi í listumfjöllun og listnautn, ekki upphlaup eftir dyntum blaðamanna og smellidólga þar sem við klórum okkur öll í hausnum – og hvert öðru – yfir því hvað þetta sé nú eiginlega aftur, þetta list.