Grænt ljós á Porsche rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 10:35 Porsche Mission E concept. worldcarfans Porsche hefur ýjað að smíði rafmagnsbíl síðustu misserin og nú berast þær fréttir úr herbúðum þeirra að tekin hafi verið ákvörðun um smíði slíks bíls. Porsche sýndi gestum á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á þessu ári tilraunabílinn Mission E concept og verður rafmagnsbíllinn byggður á þeim hugmyndabíl. Porsche ætlar að byggja nýja verksmiðju þar sem þessi rafmagnsbíll verður smíðaður og fyrirtækið hyggst ráða 1.000 nýja starfsmenn til verksins. Verksmiðjan verður í höfuðstöðvum Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart. Ennfremur verður vélaverkmiðjunni í Zuffenhausen stækkuð svo þar megi smíða rafmótora. Mission E hugmyndabíllinn er á stærð við Porsche Panamera og er ekki búist við því að rafmagnsbíllinn verði mikið breyttur frá grunngerð hugmyndabílsins. Aflið verður nægt í þessum rafmagnsbíl eins og búast má við af Porsche bíl. Hann verður 600 hestöfl og er aðeins 3,5 sekúndur að ná 100 km hraða og 12 sekúndur að ná 200 km hraða. Rafhlöður bílsins má hlaða að 80% leiti á aðeins 15 mínútum og þá má aka honum 400 km, en fullhlaðinn kemst hann 500 km. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður að auki.Porsche Mission E concept er á stærð við Porsche Panamera. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Porsche hefur ýjað að smíði rafmagnsbíl síðustu misserin og nú berast þær fréttir úr herbúðum þeirra að tekin hafi verið ákvörðun um smíði slíks bíls. Porsche sýndi gestum á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á þessu ári tilraunabílinn Mission E concept og verður rafmagnsbíllinn byggður á þeim hugmyndabíl. Porsche ætlar að byggja nýja verksmiðju þar sem þessi rafmagnsbíll verður smíðaður og fyrirtækið hyggst ráða 1.000 nýja starfsmenn til verksins. Verksmiðjan verður í höfuðstöðvum Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart. Ennfremur verður vélaverkmiðjunni í Zuffenhausen stækkuð svo þar megi smíða rafmótora. Mission E hugmyndabíllinn er á stærð við Porsche Panamera og er ekki búist við því að rafmagnsbíllinn verði mikið breyttur frá grunngerð hugmyndabílsins. Aflið verður nægt í þessum rafmagnsbíl eins og búast má við af Porsche bíl. Hann verður 600 hestöfl og er aðeins 3,5 sekúndur að ná 100 km hraða og 12 sekúndur að ná 200 km hraða. Rafhlöður bílsins má hlaða að 80% leiti á aðeins 15 mínútum og þá má aka honum 400 km, en fullhlaðinn kemst hann 500 km. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður að auki.Porsche Mission E concept er á stærð við Porsche Panamera.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent