Subaru WRX STI Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 13:25 Subaru WRX Concept gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar WRX. Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent