Í auglýsingunni sést hvar ungt og glæsilegt fólk, sem er ljóst á hörund, kemur í frumbyggjaþorp með gosdrykki og jólatré fyrir indjánana sem verða yfir sig hrifnir.
Að sögn Coca Cola voru skilaboð auglýsingarinnar gleði og samheldni en þeir sem gagnrýndu auglýsinguna töldu hana bera merki kynþáttafordóma þar sem indjánar væru sýndir sem skör lægra en hvítt fólk.
Fóru ýmsir aktívistar fram á að gosdrykkjaframleiðandinn yrði beittur sektum af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir að hvetja til mismununar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtæki sæta harðri gagnrýni í Mexíkó vegna auglýsinga sem taldar eru litaðar af kynþáttafordómum. Meirihluti Mexíkóa er dökkur á hörund en dökkir eru engu að síður í minnihluta þegar kemur að jákvæðum hlutverkum í sjónvarpi í landinu.
Auglýsingu Coca Cola má sjá hér að neðan.