Bensínverð fallið um 35% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 09:23 Á þessari bensínstöð í Bandaríkjunum kostar gallonið undir 2 dollurum. Autoblog Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent