Jafnaldrinn með pípuna Birta Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Ég hef aldrei haft áhyggjur af aldri, finnst verulega gaman að eldast og kannski sérstaklega vegna þess að mér líður alltaf eins og ég sé 22 ára. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja hvort ég sé talin systir móður minnar eða dóttir systur minnar. Eins velti ég því sárasjaldan fyrir mér hvað hið síunga samferðafólk mitt er gamalt. Þess vegna kom það mér verulega á óvart þegar ég í fyrsta skipti fylltist því sem oft er kallað aldurskomlexar þegar ég í sakleysi mínu sat við kvöldsögulestur heima hjá mér. Það sem setti mig svona út af laginu er sú staðreynd að ég er jafngömul pabba hans Einars Áskels. Já, ég er að tala um góðlega pípureykjandi einstæða föðurinn á flókaskónum. Kynþokkasnauða góðmennið sem eldar kjötbollur fyrir Einar og Mjása og setur upp rósótta svuntu við brúnu buxurnar sínar þegar mikið liggur við. Kvöldsagan fór út um þúfur og ég rauk inn í baðskáp til að grafa fram einhver hrukkumildandi töfraefni og tautaði á meðan að ég eigi sko miklu meira sameiginlegt með Einari Áskeli heldur en hundgömlum pabba hans. Ekkert hefur haft jafn afdrifarík áhrif á öldrun mína og þessar upplýsingar. Ég sá nefnilega fljótlega að við jafnaldri minn eigum ýmislegt sameiginlegt. Ég á það til að reyna að blekkja börnin í skemmtilega leiki til að geta átt góða stund við lestur dagblaða. Og fátt þykir mér notalegra en að smeygja mér í loðfóðruðu inniskóna mína þegar ég kem inn úr dyrunum. Jafnaldra mínum, hinum ónefnda föður Einars Áskels, óska ég alls hins besta og hlakka til að reykja með honum pípu á elliheimilinu, innan skamms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Ég hef aldrei haft áhyggjur af aldri, finnst verulega gaman að eldast og kannski sérstaklega vegna þess að mér líður alltaf eins og ég sé 22 ára. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja hvort ég sé talin systir móður minnar eða dóttir systur minnar. Eins velti ég því sárasjaldan fyrir mér hvað hið síunga samferðafólk mitt er gamalt. Þess vegna kom það mér verulega á óvart þegar ég í fyrsta skipti fylltist því sem oft er kallað aldurskomlexar þegar ég í sakleysi mínu sat við kvöldsögulestur heima hjá mér. Það sem setti mig svona út af laginu er sú staðreynd að ég er jafngömul pabba hans Einars Áskels. Já, ég er að tala um góðlega pípureykjandi einstæða föðurinn á flókaskónum. Kynþokkasnauða góðmennið sem eldar kjötbollur fyrir Einar og Mjása og setur upp rósótta svuntu við brúnu buxurnar sínar þegar mikið liggur við. Kvöldsagan fór út um þúfur og ég rauk inn í baðskáp til að grafa fram einhver hrukkumildandi töfraefni og tautaði á meðan að ég eigi sko miklu meira sameiginlegt með Einari Áskeli heldur en hundgömlum pabba hans. Ekkert hefur haft jafn afdrifarík áhrif á öldrun mína og þessar upplýsingar. Ég sá nefnilega fljótlega að við jafnaldri minn eigum ýmislegt sameiginlegt. Ég á það til að reyna að blekkja börnin í skemmtilega leiki til að geta átt góða stund við lestur dagblaða. Og fátt þykir mér notalegra en að smeygja mér í loðfóðruðu inniskóna mína þegar ég kem inn úr dyrunum. Jafnaldra mínum, hinum ónefnda föður Einars Áskels, óska ég alls hins besta og hlakka til að reykja með honum pípu á elliheimilinu, innan skamms.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun