Von á skýrslu ESB um raunverulega mengun bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 10:17 Bíll mengunarmældur. Í lok þessarar viku er von á skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem greint verður frá raunverulegri CO2 mengun allra bílgerða sem seldir eru í Evrópu, nema Volkswagen. Volkswagen hefur tíma til enda þessa árs til að greina frá raunverulegri mengun bíla sinna og eru bílar þess því ekki í þessari úttekt. Forvitnilegt verður að sjá hversu mikið meira bílar framleiðendanna menga en þeir hafa gefið upp, en frá árinu 2012 hafa verið í gildi reglur sem heimila aðeins 130 g/km meðaltalsmengun allra bíla bílaframleiðanda. Til stendur að lækka það niður í 95 g/km af CO2 frá og með árinu 2021. Í fyrra var meðaltalsmengun bílaframleiðandanna allra 123,4 g/km og hafði lækkað um 2,6% frá fyrra ári. Hafa verður í huga að þessar tölur eru fengnar frá bílaframleiðendunum sjálfum og því ekki víst að meðaltalið sé svona lágt. Mörg lönd Evrópu styðja þær kröfur um minnkun mengunar sem Evrópusambandið boðar, en það gerir þó ekki Angel Merkel kanslari Þýskalands ekki og telur þær óraunhæfar. Hún er undir miklum þrýstingi frá bílaframleiðendum í hinu mikla bílalandi Þýskalandi. Í fyrra sektaði Evrópusambandið Lada og Ferrari fyrir að fara yfir meðaltalsmengun bíla sinna, Lada um 1 milljón Evra og Ferrari um 20.000 Evrur. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent
Í lok þessarar viku er von á skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem greint verður frá raunverulegri CO2 mengun allra bílgerða sem seldir eru í Evrópu, nema Volkswagen. Volkswagen hefur tíma til enda þessa árs til að greina frá raunverulegri mengun bíla sinna og eru bílar þess því ekki í þessari úttekt. Forvitnilegt verður að sjá hversu mikið meira bílar framleiðendanna menga en þeir hafa gefið upp, en frá árinu 2012 hafa verið í gildi reglur sem heimila aðeins 130 g/km meðaltalsmengun allra bíla bílaframleiðanda. Til stendur að lækka það niður í 95 g/km af CO2 frá og með árinu 2021. Í fyrra var meðaltalsmengun bílaframleiðandanna allra 123,4 g/km og hafði lækkað um 2,6% frá fyrra ári. Hafa verður í huga að þessar tölur eru fengnar frá bílaframleiðendunum sjálfum og því ekki víst að meðaltalið sé svona lágt. Mörg lönd Evrópu styðja þær kröfur um minnkun mengunar sem Evrópusambandið boðar, en það gerir þó ekki Angel Merkel kanslari Þýskalands ekki og telur þær óraunhæfar. Hún er undir miklum þrýstingi frá bílaframleiðendum í hinu mikla bílalandi Þýskalandi. Í fyrra sektaði Evrópusambandið Lada og Ferrari fyrir að fara yfir meðaltalsmengun bíla sinna, Lada um 1 milljón Evra og Ferrari um 20.000 Evrur.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent