Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 09:00 Dæmi eru um að fórnarlömb mansals starfi í rækjuiðnaðinum í Taílandi. vísir/epa Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira