Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:00 Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira