Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:00 Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira