Bílasala hrynur enn í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 16:31 Sala Lada bíla minnkaði um 46%. theautonet Sala bíla í Rússlandi hefur verið á hraðri niðurleið síðustu misseri og í nýliðnum október féll salan um 39% og seldust þar aðeins 129.958 bílar. Þar sem um helmingi færra fólk býr í Rússlandi en í Bandaríkjunum er forvitnilegt að bera þessa tölu saman við 1,4 milljón bíla sölu í október vestanhafs, sem er milli fimm og sex sinnum meiri sala á hvern íbúa landsins. Svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafi ekki haft neikvæð áhrif á söluna í Rússlandi þar sem Volkswagen, Audi og Skoda bílar seldust betur en meðaltalið, þó svo salan hafi fallið um 31%. Fyrir vikið jókst markaðshlutdeild Volkswagen bílamerkjanna úr 9,7% í 10,9%. Sala Lada bíla minnkaði hinsvegar um heil 46%, Renault um 35%, Toyota um 48% og Nissan um 49%. Sala Ford minnkaði um 25% en sala GM minnkaði um 70% vegna þess að General Motors hefur dregið bæði Chevrolet og Opel bíla af markaði í Rússlandi. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa selst 1,32 milljón bílar í Rússlandi, sem er minna en salan í Bandaríkjunum bara í október. Bílaframleiðendur hafa þurft að bregðast við þessari dræmu sölu og í verksmiðjum Ford í Rússlandi verður 2 mánaða framleiðsluhlé og Nissan ætlar að segja upp 500 starfsmönnum í verksmiðju sinni í St. Pétursborg. AvtoVaz sem framleiðir Lada bíla munu líklega leggja niður alla vinnu í desember, svo það verður langt jólafríið hjá starfsfólki þar. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Sala bíla í Rússlandi hefur verið á hraðri niðurleið síðustu misseri og í nýliðnum október féll salan um 39% og seldust þar aðeins 129.958 bílar. Þar sem um helmingi færra fólk býr í Rússlandi en í Bandaríkjunum er forvitnilegt að bera þessa tölu saman við 1,4 milljón bíla sölu í október vestanhafs, sem er milli fimm og sex sinnum meiri sala á hvern íbúa landsins. Svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafi ekki haft neikvæð áhrif á söluna í Rússlandi þar sem Volkswagen, Audi og Skoda bílar seldust betur en meðaltalið, þó svo salan hafi fallið um 31%. Fyrir vikið jókst markaðshlutdeild Volkswagen bílamerkjanna úr 9,7% í 10,9%. Sala Lada bíla minnkaði hinsvegar um heil 46%, Renault um 35%, Toyota um 48% og Nissan um 49%. Sala Ford minnkaði um 25% en sala GM minnkaði um 70% vegna þess að General Motors hefur dregið bæði Chevrolet og Opel bíla af markaði í Rússlandi. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa selst 1,32 milljón bílar í Rússlandi, sem er minna en salan í Bandaríkjunum bara í október. Bílaframleiðendur hafa þurft að bregðast við þessari dræmu sölu og í verksmiðjum Ford í Rússlandi verður 2 mánaða framleiðsluhlé og Nissan ætlar að segja upp 500 starfsmönnum í verksmiðju sinni í St. Pétursborg. AvtoVaz sem framleiðir Lada bíla munu líklega leggja niður alla vinnu í desember, svo það verður langt jólafríið hjá starfsfólki þar.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent