13 milljón króna fundarlaun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 14:51 Hinn stolni Lamborghini Aventador. Jalopnik Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent
Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent