Söluaukning hjá öllum þýsku bílaframleiðendunum Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 10:21 Nýr Audi A4. orderofdoom Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent