Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg og Sebastian Vettel stilltu sér upp í myndatöku eftir tímatökuna, Lewis Hamilton var upptekinn og missti af myndavélinni. Vísir/Getty Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. „Góður dagur, ég var aðeins í vandræðum í annarri lotu en síðasti hringurinn var frábær. Ég vil vinna hér, ég er að horfa á annað sætið í keppni ökumann,“ sagði Rosberg eftir sinn fimmta ráspól í röð. „Bíllinn var góður í dag, ég fann bara ekki þetta litla sem munaði á okkur Nico. Markmiðið er auðvitað að vinna hér. Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman,“ sagði Hamilton. „Við fengum smá von í annarri lotu en það var greinilegt í þriðju að þeir voru of langt á undan. Keppnin gæti verið áhugaverð á morgun. Við munum gefa allt í keppnina á morgun. Keppnishraði okkar hefur undanfarið verið betri en tímatökuhraðinn,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji.Heimamaðurinn Felipe Massa átti ágæta tímatöku, hér skoppar hann yfir nýja, hærri brún sem er ný og hefur valdið vandræðum.Vísir/Getty„Góð tímataka, ég ræsi samt sjöundi með vítunum mínum. Ég náði öllu úr bílnum. Við getum gert mikið frá sjöunda sæti á morgun, við stefnum á verðlaunapall. Við skoðum möguleikana með að beita óhefðbundinni keppnisáætlun í kvöld,“ sagði Valtteri Bottas. „Þetta var það besta sem við gátum gert. Það er ekkert grín að reyna að elta Ferrari og Mercedes, þeir fara ekki hægt. Það er erfitt að spá fyrir um keppnina á morgun. Uppstilling bílsins var góð í dag,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir fimmti á morgun. „Helgin hefur gegnið ágætlega en okkur vantaði aðeins upp á í tímatökunni, við byrjum hvort eð er nánast aftast á morgun. Ég vissi að ég væri að fá víti og því einbeitti ég mér að keppninni. Nýja vélin var ekki fljótari en sú gamla á beinu köflunum,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir 19. á morgun. „Ég lenti mikið í umferð í dag. Felipe (Nasr) sá mig kannski ekki en það slapp. Ég mun gera allt sem ég get á morgun, nýta orkuna frá fólkinu og vinna mig upp röðina,“ sagði Felipe Massa sem ræsir áttundi á Williams. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 15:30 á Stöð 2 Sport á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Ferrari býður Red Bull líflínu Ferrari hefur nú boðið Red Bull aftur að samningaborðinu. Red Bull hefur enn ekki orðið sér út um vél fyrir næsta ár en líkurnar eru nú með liðinu. 9. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. „Góður dagur, ég var aðeins í vandræðum í annarri lotu en síðasti hringurinn var frábær. Ég vil vinna hér, ég er að horfa á annað sætið í keppni ökumann,“ sagði Rosberg eftir sinn fimmta ráspól í röð. „Bíllinn var góður í dag, ég fann bara ekki þetta litla sem munaði á okkur Nico. Markmiðið er auðvitað að vinna hér. Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman,“ sagði Hamilton. „Við fengum smá von í annarri lotu en það var greinilegt í þriðju að þeir voru of langt á undan. Keppnin gæti verið áhugaverð á morgun. Við munum gefa allt í keppnina á morgun. Keppnishraði okkar hefur undanfarið verið betri en tímatökuhraðinn,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji.Heimamaðurinn Felipe Massa átti ágæta tímatöku, hér skoppar hann yfir nýja, hærri brún sem er ný og hefur valdið vandræðum.Vísir/Getty„Góð tímataka, ég ræsi samt sjöundi með vítunum mínum. Ég náði öllu úr bílnum. Við getum gert mikið frá sjöunda sæti á morgun, við stefnum á verðlaunapall. Við skoðum möguleikana með að beita óhefðbundinni keppnisáætlun í kvöld,“ sagði Valtteri Bottas. „Þetta var það besta sem við gátum gert. Það er ekkert grín að reyna að elta Ferrari og Mercedes, þeir fara ekki hægt. Það er erfitt að spá fyrir um keppnina á morgun. Uppstilling bílsins var góð í dag,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir fimmti á morgun. „Helgin hefur gegnið ágætlega en okkur vantaði aðeins upp á í tímatökunni, við byrjum hvort eð er nánast aftast á morgun. Ég vissi að ég væri að fá víti og því einbeitti ég mér að keppninni. Nýja vélin var ekki fljótari en sú gamla á beinu köflunum,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir 19. á morgun. „Ég lenti mikið í umferð í dag. Felipe (Nasr) sá mig kannski ekki en það slapp. Ég mun gera allt sem ég get á morgun, nýta orkuna frá fólkinu og vinna mig upp röðina,“ sagði Felipe Massa sem ræsir áttundi á Williams. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 15:30 á Stöð 2 Sport á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Ferrari býður Red Bull líflínu Ferrari hefur nú boðið Red Bull aftur að samningaborðinu. Red Bull hefur enn ekki orðið sér út um vél fyrir næsta ár en líkurnar eru nú með liðinu. 9. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30
Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30
Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05
Ferrari býður Red Bull líflínu Ferrari hefur nú boðið Red Bull aftur að samningaborðinu. Red Bull hefur enn ekki orðið sér út um vél fyrir næsta ár en líkurnar eru nú með liðinu. 9. nóvember 2015 20:00