Guðmundur Hólmar: Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti