Nico Rosberg vann í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2015 17:34 mynd sem lýsir deginum, Rosberg rétt á undan Hamilton. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Rosberg stóðs áhlaup Hamilton í ræsingunni, þeir voru samsíða í gegnum fyrstu beygju. En komust klakklaust þar í gegn.Carlos Sainz missti afl á leiðinni út á brautina og þurfti að ræsa frá þjónustusvæðinu. Hann komst þó ekki langt á Toro Rosso bílnum. Hann kláraði aldrei fyrsta hringinn. Hamilton nálgaðist Rosberg. Svo virtist sem Rosberg væri að reyna að aka eins hægt og hann kæmist upp með til að rugla í keppnisáætlun liðsfélaga síns, Hamilton. Hamilton kvartaði yfir því að hann kæmist ekki fram úr og vildi aðra keppnisáætlun til að hjálpa sér að komast fram úr Rosberg. Mercedes svaraði að hann fengi ekki aðra áætlun en gæti reynt að teygja lífið í dekkjunum lengur en Rosberg. Þannig gæti hann verið á ferskari dekkjum undir lokin.Max Verstappen átti besta framúrakstur dagsins.Vísir/GettyMax Verstappen á Toro Rosso tók fram úr Sergio Perez á Force India í fyrstu og annarri beygju. Glæsilegur framúrakstur þar sem Verstappen þvingaði Perez til að gefa eftir stöðu sína. Ferrari setti sína menn á sitthvora keppnisáætlunina. Kimi Raikkonen reyndi að komast upp með tvö þjónustuhlé en Vettel stoppaði þrisvar og notaði mjúku dekkin til að græða smá tíma á milli stoppa tvö og þrjú. Rosberg og Hamilton glímdu síðustu 20 hringi keppninnar á ferskum dekkjum. Þeir þurftu að þræða ansi marga hringaða bíla. „Ekki tala meira við mig,“ sagði Rosberg í talstöðinni þegar 13 hringir voru eftir. Honum var að takast að auka bilið í Hamilton. Hann vildi ekki láta trufla sig meira.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Rosberg stóðs áhlaup Hamilton í ræsingunni, þeir voru samsíða í gegnum fyrstu beygju. En komust klakklaust þar í gegn.Carlos Sainz missti afl á leiðinni út á brautina og þurfti að ræsa frá þjónustusvæðinu. Hann komst þó ekki langt á Toro Rosso bílnum. Hann kláraði aldrei fyrsta hringinn. Hamilton nálgaðist Rosberg. Svo virtist sem Rosberg væri að reyna að aka eins hægt og hann kæmist upp með til að rugla í keppnisáætlun liðsfélaga síns, Hamilton. Hamilton kvartaði yfir því að hann kæmist ekki fram úr og vildi aðra keppnisáætlun til að hjálpa sér að komast fram úr Rosberg. Mercedes svaraði að hann fengi ekki aðra áætlun en gæti reynt að teygja lífið í dekkjunum lengur en Rosberg. Þannig gæti hann verið á ferskari dekkjum undir lokin.Max Verstappen átti besta framúrakstur dagsins.Vísir/GettyMax Verstappen á Toro Rosso tók fram úr Sergio Perez á Force India í fyrstu og annarri beygju. Glæsilegur framúrakstur þar sem Verstappen þvingaði Perez til að gefa eftir stöðu sína. Ferrari setti sína menn á sitthvora keppnisáætlunina. Kimi Raikkonen reyndi að komast upp með tvö þjónustuhlé en Vettel stoppaði þrisvar og notaði mjúku dekkin til að græða smá tíma á milli stoppa tvö og þrjú. Rosberg og Hamilton glímdu síðustu 20 hringi keppninnar á ferskum dekkjum. Þeir þurftu að þræða ansi marga hringaða bíla. „Ekki tala meira við mig,“ sagði Rosberg í talstöðinni þegar 13 hringir voru eftir. Honum var að takast að auka bilið í Hamilton. Hann vildi ekki láta trufla sig meira.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30
Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30
Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15
Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05