WOW air flýgur til Los Angeles og San Fransisco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2015 10:24 logið verður fjórum sinnum í viku til Los Angeles og fimm sinnum í viku til San Francisco og verður flugið allan ársins hring. Vísir/Getty WOW air mun hefja áætlunarflug til Los Angeles og San Fransisco næsta sumar og verða þetta fimmti og sjötti áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku. WOW air er fyrsta íslenska flugfélagið til að bjóða upp á beint flug til Los Angeles. Flogið verður fjórum sinnum í viku til Los Angeles og fimm sinnum í viku til San Francisco og verður flugið allan ársins hring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.Þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur verða notaðar í flug WOW air til vesturstrandar Bandaríkjanna.Þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur verða notaðar í flug WOW air til vesturstrandar Bandaríkjanna og verða þetta stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Airbus A330-300 vélar eru sparneytnar, umhverfisvænar og langdrægar breiðþotur sem hafa drægni upp á 11.750 km. Vélarnar geta tekið að hámarki 440 farþega en vélar WOW air verða með 340 sætum til þess að hægt sé að bjóða upp á aukið sætabil og þægindi. Lengd þeirra er 64 metrar og vænghafið er 60 metrar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að listaverð á nýrri Airbus A330-300 sé um 32 milljarðar íslenskra króna. 1200 slíkar vélar hafa verið framleiddar í heiminum.Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.vísir/vilhelm„Norður-Ameríku flug okkar sem og tengiflug okkar yfir Atlantshafið hefur gengið frábærlega og hefur sætanýting allt frá upphafi verið yfir 90%. Það liggur því beinast við að bæta við Los Angeles og San Fransisco sem eru stórkostlegar borgir í Kaliforníu og styrkja enn frekar leiðarkerfi okkar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Ljóst sé að mikil þörf og eftirspurn sé eftir góðu lággjaldaflugfélagi sem fljúgi yfir Atlantshafið. „Við höfum nú þegar lækkað verð um tugi prósenta og munum að sjálfsögðu halda því áfram. Við hlökkum til að bjóða upp á þessa tvo áfangastaði á vesturströnd Bandaríkjanna á frábærum verðum. Með þessari aukningu mun WOW air meira en tvöfalda sætaframboð sitt á næsta ári frá 900 þúsund sætum í ár í tæplega 2 milljónir sæta á næsta ári“ segir Sala á fargjöldum til Los Angeles og San Fransisco mun hefjast í byrjun næsta árs. Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Los Angeles og San Fransisco næsta sumar og verða þetta fimmti og sjötti áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku. WOW air er fyrsta íslenska flugfélagið til að bjóða upp á beint flug til Los Angeles. Flogið verður fjórum sinnum í viku til Los Angeles og fimm sinnum í viku til San Francisco og verður flugið allan ársins hring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.Þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur verða notaðar í flug WOW air til vesturstrandar Bandaríkjanna.Þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur verða notaðar í flug WOW air til vesturstrandar Bandaríkjanna og verða þetta stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Airbus A330-300 vélar eru sparneytnar, umhverfisvænar og langdrægar breiðþotur sem hafa drægni upp á 11.750 km. Vélarnar geta tekið að hámarki 440 farþega en vélar WOW air verða með 340 sætum til þess að hægt sé að bjóða upp á aukið sætabil og þægindi. Lengd þeirra er 64 metrar og vænghafið er 60 metrar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að listaverð á nýrri Airbus A330-300 sé um 32 milljarðar íslenskra króna. 1200 slíkar vélar hafa verið framleiddar í heiminum.Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.vísir/vilhelm„Norður-Ameríku flug okkar sem og tengiflug okkar yfir Atlantshafið hefur gengið frábærlega og hefur sætanýting allt frá upphafi verið yfir 90%. Það liggur því beinast við að bæta við Los Angeles og San Fransisco sem eru stórkostlegar borgir í Kaliforníu og styrkja enn frekar leiðarkerfi okkar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Ljóst sé að mikil þörf og eftirspurn sé eftir góðu lággjaldaflugfélagi sem fljúgi yfir Atlantshafið. „Við höfum nú þegar lækkað verð um tugi prósenta og munum að sjálfsögðu halda því áfram. Við hlökkum til að bjóða upp á þessa tvo áfangastaði á vesturströnd Bandaríkjanna á frábærum verðum. Með þessari aukningu mun WOW air meira en tvöfalda sætaframboð sitt á næsta ári frá 900 þúsund sætum í ár í tæplega 2 milljónir sæta á næsta ári“ segir Sala á fargjöldum til Los Angeles og San Fransisco mun hefjast í byrjun næsta árs.
Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira