Porsche heimsmeistari í þolakstursmótaröðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 14:11 Porsche menn fagna titlinum um helgina. Porsche Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent