AGF og SönderjyskE gerðu markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en bæði lið voru með Íslending í byrjunarliði sínu.
Baldur Sigurðsson er kominn á stað eftir meiðsli og spilaði fyrstu 70 mínúturnar með SönderjyskE í leiknum í kvöld.
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn á miðju AGF en hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í kvöld.
Baldur Sigurðsson missti af átta fyrstu leikjum SönderjyskE en hann var nú í byrjunarliðinu í öðrum leiknum í röð.
Theódór Elmar Bjarnason og félagar í AGF þurftu mun meira á stigunum að halda í fallbaráttunni en liðið er nú með 16 stig í 10. sæti. SönderjyskE er áfram fimm stigum og fimm sætum ofar í 5. sæti deildarinnar.

