Erlent

El Faro fannst í heilu lagi á hafsbotni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Flutningaskipið El Faro, sem saknað hefur verið frá því að fellibylurinn Joaquin reið yfir Bahamaeyjar í síðustu viku, fannst í heilu lagi á hafsbotni nálægt Bahama um helgina. Flakið fannst á um 4,500 metra dýpi. Þrjátíu og þrír voru innanborðs og hefur lík eins skipverja fundist.

Flutningaskipið var á leið frá Jacksonville í Flórída til San Juan í Puerto Rico þegar fellibylurinn gekk yfir. Áhöfnin sendi frá sér neyðarkall eftir að skipið var farið að missa afl og mikill leki kominn að því.

Sambandið rofnaði svo við skipið sökum veður. Þá gekk leit að skipinu afar illa sökum ölduhæðar.


Tengdar fréttir

Leitinni að El Faro hætt

Skipulagðri leit að flutningaskipinu El Faro, sem saknað hefur verið eftir að fellibylurinn Joaquin reið yfir Bahamaeyjar í síðustu viku, hefur verið hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×