Samfélagsmiðillinn sem Facebook virðist óttast Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2015 11:30 Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil. Vísir/Getty Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira