Audi heldur áfram að ráða starfsfólk Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 13:15 Audi E-Tron Quattro. Audi Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen heldur dótturfyrirtækinu Audi áfram að ganga vel og ræður nú fólk í löngum bunum. Audi var alls ekki laust við dísilvélasvindlið því 2,1 milljón Audi bílar voru einmitt með svindlhugbúnaðinn og verða þeir allir innkallaðir. Audi heldur þó sínu striki og eftirspurnin eftir bílum fyrirtæksins er áfram mikil og svo góð að Audi ræður áfram fólk eins og til stóð áður en svindlið uppgötvaðist. Audi hefur margt nýtt á prjónunum, meðal annars nýjan Audi A4, nýjan Audi TT RS og Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíl sem er glænýr bíll frá Audi. Ennfremur áætlar Audi að starfsfólk í verksmiðjum Audi verði verðlaunað með vænum bónusum við árslok eins og á síðustu árum. Það muni ekki breytast þó svo dálkar flestra fjhölmiðla séu uppfullir af fréttum um dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen heldur dótturfyrirtækinu Audi áfram að ganga vel og ræður nú fólk í löngum bunum. Audi var alls ekki laust við dísilvélasvindlið því 2,1 milljón Audi bílar voru einmitt með svindlhugbúnaðinn og verða þeir allir innkallaðir. Audi heldur þó sínu striki og eftirspurnin eftir bílum fyrirtæksins er áfram mikil og svo góð að Audi ræður áfram fólk eins og til stóð áður en svindlið uppgötvaðist. Audi hefur margt nýtt á prjónunum, meðal annars nýjan Audi A4, nýjan Audi TT RS og Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíl sem er glænýr bíll frá Audi. Ennfremur áætlar Audi að starfsfólk í verksmiðjum Audi verði verðlaunað með vænum bónusum við árslok eins og á síðustu árum. Það muni ekki breytast þó svo dálkar flestra fjhölmiðla séu uppfullir af fréttum um dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent