Fækkar bílamerkjum Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 10:56 Í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen bílasamstæðan samanstendur af einum níu merkjum bíla, tveimur flutningabíla og einu mótorhjólamerki. Þessi risi hefur verið byggður upp á síðustu tveimur áratugum. Sum þessara merkja hafa skilað gríðarlegum hagnaði, svo sem Porsche og Audi, á meðan önnur hafa skilað tapi til langs tíma, en verið haldið uppi af þeim arðsamari. Nú þegar við blasir að Volkswagen þurfi að eyða gríðarlegum upphæðum í innkallanir og sektir vegna dísilvélasvindlsins kemur upp sú spurning hvort Volkswagen hafi lengur efni á að halda uppi “nice to have”-merkjum og losi sig við þau. Kemur þá fyrst upp í hugann Bugatti, Seat og Ducati, sem lengi hafa skilað tapi.Bugatti bara stöðutáknMatthias Müller, nýráðinn forstjóri Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið verði að hætta við eða fresta verkefnum sem ekki eru nauðsynleg rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins á þessum tímum mikilla fjárútláta. Bugatti hefur aldrei skilað hagnaði til Volkswagen frá því fyrirtækið var keypt árið 1998. Bugatti hefur þótt stöðutákn fyrir Volkswagen sem bílasmiður vönduðustu og hraðskreiðustu bíla heims sem seljast fyrir hundruði milljóna stykkið. Það er allt í lagi að hafa slíkt merki innan sinna raða þegar vel gengur og hagnaður annarra fyrirtækja gerir mörgum sinnum meira en að greiða upp tap slíkra stöðutákna. En nú, þegar skóinn kreppir að gæti Volkswagen íhugað að losa sig við fyrirtækið, þar sem það þarf alla sína fjármuni til að greiða úr dísilvélasvindlinu. Margir hafa reyndar spurt sig hvað Volkswagen hefur frá upphafi haft með Bugatti merkið að gera, en ef til vill aldrei eins og nú.Seat ekki skilað hagnaði frá 2007Volkswagen á bæði MAN og Scania vörubíla og rútframleiðendurna, en hefur ekki tekist að ná fram neinum samlegðaráhrifum af rekstri þeirra, þó svo þau nái jafnan fram einhverjum hagnaði, litlum þó. Spænski bílaframleiðandinn Seat sem tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007 og bílar framleiðandans þykja skarast um of við bílalínu Skoda, sem einnir tilheyrir Volkswagen. Það hlýtur því að freista Volkswagen að losa sig við Seat ef fjárhagsvandræði steðja að. Það kemur þó á móti að rekstur Seat hefur gengið nokkuð vel á árinu og líklega verður hagnaður af rekstri þess í ár. Einnig gæti það komið í veg fyrir sölu á Seat að slík ráðstöfun myndi mæta andstöðu leiðtoga stéttarfélaga. Þar sem helmingurinn af stjórn Volkswagen er nú skipuð leiðtogum stéttarfélaga er ólíklegt að Seat hverfi úr eignasafni Volkswagen í bráð. Í verksmiðjum Seat er að auki smíðuð ein gerð Audi bíls og frekar er talið líklegt að Volkswagen muni auka við þá tilhögun. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Volkswagen bílasamstæðan samanstendur af einum níu merkjum bíla, tveimur flutningabíla og einu mótorhjólamerki. Þessi risi hefur verið byggður upp á síðustu tveimur áratugum. Sum þessara merkja hafa skilað gríðarlegum hagnaði, svo sem Porsche og Audi, á meðan önnur hafa skilað tapi til langs tíma, en verið haldið uppi af þeim arðsamari. Nú þegar við blasir að Volkswagen þurfi að eyða gríðarlegum upphæðum í innkallanir og sektir vegna dísilvélasvindlsins kemur upp sú spurning hvort Volkswagen hafi lengur efni á að halda uppi “nice to have”-merkjum og losi sig við þau. Kemur þá fyrst upp í hugann Bugatti, Seat og Ducati, sem lengi hafa skilað tapi.Bugatti bara stöðutáknMatthias Müller, nýráðinn forstjóri Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið verði að hætta við eða fresta verkefnum sem ekki eru nauðsynleg rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins á þessum tímum mikilla fjárútláta. Bugatti hefur aldrei skilað hagnaði til Volkswagen frá því fyrirtækið var keypt árið 1998. Bugatti hefur þótt stöðutákn fyrir Volkswagen sem bílasmiður vönduðustu og hraðskreiðustu bíla heims sem seljast fyrir hundruði milljóna stykkið. Það er allt í lagi að hafa slíkt merki innan sinna raða þegar vel gengur og hagnaður annarra fyrirtækja gerir mörgum sinnum meira en að greiða upp tap slíkra stöðutákna. En nú, þegar skóinn kreppir að gæti Volkswagen íhugað að losa sig við fyrirtækið, þar sem það þarf alla sína fjármuni til að greiða úr dísilvélasvindlinu. Margir hafa reyndar spurt sig hvað Volkswagen hefur frá upphafi haft með Bugatti merkið að gera, en ef til vill aldrei eins og nú.Seat ekki skilað hagnaði frá 2007Volkswagen á bæði MAN og Scania vörubíla og rútframleiðendurna, en hefur ekki tekist að ná fram neinum samlegðaráhrifum af rekstri þeirra, þó svo þau nái jafnan fram einhverjum hagnaði, litlum þó. Spænski bílaframleiðandinn Seat sem tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007 og bílar framleiðandans þykja skarast um of við bílalínu Skoda, sem einnir tilheyrir Volkswagen. Það hlýtur því að freista Volkswagen að losa sig við Seat ef fjárhagsvandræði steðja að. Það kemur þó á móti að rekstur Seat hefur gengið nokkuð vel á árinu og líklega verður hagnaður af rekstri þess í ár. Einnig gæti það komið í veg fyrir sölu á Seat að slík ráðstöfun myndi mæta andstöðu leiðtoga stéttarfélaga. Þar sem helmingurinn af stjórn Volkswagen er nú skipuð leiðtogum stéttarfélaga er ólíklegt að Seat hverfi úr eignasafni Volkswagen í bráð. Í verksmiðjum Seat er að auki smíðuð ein gerð Audi bíls og frekar er talið líklegt að Volkswagen muni auka við þá tilhögun.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent