Vill meira en milljón dollara í bætur frá Nike vegna fótbrots á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 15:11 Úr myndbandi fyrir #RunViking. Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira