25% samdráttur í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 10:20 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent