Hyundai stofnar Genesis lúxusbíladeild Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 11:48 Hyundai Genesis. Fjölmargir bílaframleiðendur reka sérstakar deildir innan sinna raða sem framleiða aðeins lúxusbíla. Hyundai er sá síðasti til að bætast í þann hóp og hefur nefnt hana Genesis. Heitið kemur frá Hyndai Genesis bílnum sem Hyundai hefur boðið í Bandaríkjunum í nokkur ár og er lúxusbíll. Hyundai hefur reyndar lengi haft á prjónunum að stofna lúxusbíladeild, meira að segja áður en fyrirtækið markaðssetti Genesis bílinn árið 2008. Hann er nú í boði í Bandaríkjunum á 36.000 dollara og þykir góð kaup miðað við mikinn og vel smíðaðan bíl. Hann er með V8 vél og er afturhjóladrifinn, rétt eins og margur annar lúxusbíllinn. Hyundai ætlar að gera Genesis lúxusbíladeild sína samkeppnisfæra við þýsku bílaframleiðendurna með fjöldamörgum gerðum bíla og meðal annars í stærðarflokki með BMW 3-línunni og Audi A4. Ennfremur ætla þeir að bjóða Genesis jeppa og jeppling. Meiningin er í fyrstu að þessir bílar verði ódýrari en þýsku lúxusbílarnir, en þegar salan kemst á flug er hætt við því að verðið muni nálgast þá þýsku. Kia, er að hluta til í eigu Hyundai og þar á bæ var undirvagn Genesis fenginn að láni fyrir nokkrum árum og smíðaður á honum lúxusbíll sem fékk nafnið Equus (eða K900 í Bandaríkjunum). Hann hefur einnig þótt ódýr lúxusbíll þar sem kaupendur fá mikið fyrir penginginn. Kia K900 er einnig bíll í lúxusbílaflokki og að stærð á við BMW 7 eða Audi A8. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Fjölmargir bílaframleiðendur reka sérstakar deildir innan sinna raða sem framleiða aðeins lúxusbíla. Hyundai er sá síðasti til að bætast í þann hóp og hefur nefnt hana Genesis. Heitið kemur frá Hyndai Genesis bílnum sem Hyundai hefur boðið í Bandaríkjunum í nokkur ár og er lúxusbíll. Hyundai hefur reyndar lengi haft á prjónunum að stofna lúxusbíladeild, meira að segja áður en fyrirtækið markaðssetti Genesis bílinn árið 2008. Hann er nú í boði í Bandaríkjunum á 36.000 dollara og þykir góð kaup miðað við mikinn og vel smíðaðan bíl. Hann er með V8 vél og er afturhjóladrifinn, rétt eins og margur annar lúxusbíllinn. Hyundai ætlar að gera Genesis lúxusbíladeild sína samkeppnisfæra við þýsku bílaframleiðendurna með fjöldamörgum gerðum bíla og meðal annars í stærðarflokki með BMW 3-línunni og Audi A4. Ennfremur ætla þeir að bjóða Genesis jeppa og jeppling. Meiningin er í fyrstu að þessir bílar verði ódýrari en þýsku lúxusbílarnir, en þegar salan kemst á flug er hætt við því að verðið muni nálgast þá þýsku. Kia, er að hluta til í eigu Hyundai og þar á bæ var undirvagn Genesis fenginn að láni fyrir nokkrum árum og smíðaður á honum lúxusbíll sem fékk nafnið Equus (eða K900 í Bandaríkjunum). Hann hefur einnig þótt ódýr lúxusbíll þar sem kaupendur fá mikið fyrir penginginn. Kia K900 er einnig bíll í lúxusbílaflokki og að stærð á við BMW 7 eða Audi A8.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent